Albert og félagar halda í við toppliðin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 14:15 Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu. vísir/Getty Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana. Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira