Rétt gögn en röng ályktun Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. október 2022 11:31 Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson ASÍ Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar