Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir gríðarlega mikilvægt að stöðuleiki sé á framboði á fiski á erlendum mörkuðum. Óstöðugleiki í framboði á þorski hafi valdið því að hann er allt að þrisvar sinnum ódýrari en eldislax. Ástæðan fyrir þessu sé að veiðiheimildir hafi færst að nokkru leyti frá togurnum til minni útgerða. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða. Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira