Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2022 15:55 Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót. Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05