Betri framtíð fyrir börnin okkar Ingibjörg Isaksen skrifar 27. október 2022 12:00 Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar