Sleppir loftslagsráðstefnunni og ýtir embættismönnum úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 07:34 Rishi Sunak þegar hann ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í fyrra sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson. Vísir/EPA Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hann ýtti bæði forseta ráðstefnunnar og loftslagsráðherranum út úr ríkisstjórninni. Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA
Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42