„Þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 07:01 Klopp var svekktur í leikslok. James Gill/Getty Images „Þetta var skref aftur á bak, algjörlega. Mér fannst við byrja vel en fengum svo á okkur þetta undarlega mark,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir 2-1 tap gegn Leeds United í kvöld. „Við jöfnuðum en af einhverri ástæðu þá gaf það okkur ekki öryggið sem við þurftum aftast. Við áttum erfitt með að stýra leiknum og gáfum boltann of oft frá okkur,“ sagði þjálfarinn en Liverpool hefur nú tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum. „Strákarnir reyndu, við héldum boltanum og fengum góð færi en á endanum, ef staðan er 1-1 og þú verst eins og við gerðum þá er allt galopið. Á endanum voru þeir tveir á móti tveimur inn í vítateignum okkar og þeir geta klárað slíkt færi. Vandamálið er að við getum ekki stjórnað svona aðstæðum á þessari stundu. Markið er óheppni, svona gerist. Við fengum svipað færi sem við nýttum ekki.“ „Kannski eru sumir leikmenn að spila of mikið. Harvey Elliott hefur verið frábær fyrir okkur á leiktíðinni. Hann byrjaði vel en gat ekki haldið áfram. Thiago hefur verið veikur, frammi eru alltaf sömu leikmennirnir að spila. Þeir eru þeir þrír framherjar sem við eigum eftir. Við verðum að berjast og það er það sem við verðum að gera.“ „Liðsframmistaða byggist alltaf á frammistöðum einstaklinga. Eitt leiðir af sér hitt. Þú getur horft á leikinn, við getum ekki varist eins og við gerðum í seinna markinu en við gerðum það og það er ástæðan fyrir því að við töpuðum. Annars hefði þetta verið stig og við getum haldið áfram. Nú erum við ekki með neitt og það er allt önnur tilfinning.“ „Við þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman. Við höfum átt í vandræðum frá fyrsta degi meiðslalega séð. Leikmenn hafa þurft að spila frá fyrsta degi. Þetta eru aðstæðurnar sem við erum í og við verðum að hjálpa okkur sjálfum og það er það sem við munum gera,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
„Við jöfnuðum en af einhverri ástæðu þá gaf það okkur ekki öryggið sem við þurftum aftast. Við áttum erfitt með að stýra leiknum og gáfum boltann of oft frá okkur,“ sagði þjálfarinn en Liverpool hefur nú tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum. „Strákarnir reyndu, við héldum boltanum og fengum góð færi en á endanum, ef staðan er 1-1 og þú verst eins og við gerðum þá er allt galopið. Á endanum voru þeir tveir á móti tveimur inn í vítateignum okkar og þeir geta klárað slíkt færi. Vandamálið er að við getum ekki stjórnað svona aðstæðum á þessari stundu. Markið er óheppni, svona gerist. Við fengum svipað færi sem við nýttum ekki.“ „Kannski eru sumir leikmenn að spila of mikið. Harvey Elliott hefur verið frábær fyrir okkur á leiktíðinni. Hann byrjaði vel en gat ekki haldið áfram. Thiago hefur verið veikur, frammi eru alltaf sömu leikmennirnir að spila. Þeir eru þeir þrír framherjar sem við eigum eftir. Við verðum að berjast og það er það sem við verðum að gera.“ „Liðsframmistaða byggist alltaf á frammistöðum einstaklinga. Eitt leiðir af sér hitt. Þú getur horft á leikinn, við getum ekki varist eins og við gerðum í seinna markinu en við gerðum það og það er ástæðan fyrir því að við töpuðum. Annars hefði þetta verið stig og við getum haldið áfram. Nú erum við ekki með neitt og það er allt önnur tilfinning.“ „Við þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman. Við höfum átt í vandræðum frá fyrsta degi meiðslalega séð. Leikmenn hafa þurft að spila frá fyrsta degi. Þetta eru aðstæðurnar sem við erum í og við verðum að hjálpa okkur sjálfum og það er það sem við munum gera,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira