Arteta hrósaði „þroskuðum“ Nelson eftir stórsigurinn á Forest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 20:01 Arteta fer yfir málin með leikmönnum sínum. David Price/Getty Images Topplið Arsenal fór illa með nýliða Nottingham Forest í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0 þar sem Reiss Nelson af öllum mönnum átti leik lífs síns. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins, var einkar ánægður með hinn 22 ára gamla Nelson að leik loknum. „Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
„Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira