Fótboltabullur beita sér fyrir lýðræði í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 08:15 Fótboltaáhugamenn í Brasilíu tóku til sinna ráða. Þeir vildu alls ekki missa af leik síns liðs. Getty/Pedro Vilela Fótboltabullur hafa oftast ekki góða ímynd á sér enda vanir að búa til meiri vandræði en leysa þau. Það átti þó ekki við í Brasilíu í þessari viku í kjölfar ólgu eftir Forsetakosningar í landinu. Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum. Brasilía Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum.
Brasilía Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira