Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 18:00 Annan leikinn í röð skoraði Leeds United sigurmark undir lok leiks. Daniel Chesterton/Getty Images Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15