Óhamingjusama fólkið og slöngudansinn Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 17:01 Byrjum smá á því dansa. Dillum rassinum og brosum. Öndum djúpt, finnum friðinn og látum okkur líða vel. Setjumst svo niður og íhugum. Textinn hér að neðan gæti orðið smá erfiður að melta fyrir ykkur sem hafa ekki kynnt ykkur efnið, en það er kannski orðið tímabært því í vændum er holskefla af umræðu tengdum innihaldi hans. Þið sem hafið kynnt ykkur DoctorRamani inn á Youtube munið kveikja strax á perunni í hvaða átt þessi grein stefnir. Fyrir ykkur hin sem eruð enn með hausinn grafinn lang niður í sandinn þá er DoctorRamani sérfræðingur sem fjallar á mjög skýran og yfirvegaðan hátt um tísku umfjöllunarefni ársins 2022, narsissisma. Þetta er nýja heita umfjöllunarefnið og það er heitara en allt sem er heitt. Nýlega fékk vinsæli þáttastjórnandinn James Corden „reisupassa“ út af framkomu sem gekk yfir strikið. Útaf hegðun sem er mjög narsissísk í eðli sínu. Fyrirtæki tengt honum er að takast á við vandamál sem framkoma hans skapaði og fyrirtæki hér á landi munu koma til með að þurfa að gera það sama vegna sinna starfsmanna. Með aukinni upplýsingagjöf á nútímaöld þá mun fólk ekki lengur að sætta sig við óheilbrigða framkomu í samskiptum. Og unga fólkið mun líklegast koma til með að leiða þessa byltingu eins og það gerði í umræðu um kynferðislegt áreiti. Ef þið hafið ekki kynnt ykkur umfjöllunarefnið þá færi ég ykkur þær fréttir að ég nenni ekki að fjalla hér ítarlega um narsissíska framkomu. Það er fólk á netinu sem gerir það miklu betur en ég. En mig langar til að ræða afleiðingar hegðunarinnar, því ég tel að hún sé svo mikill áhrifavaldur á líðan almennt í samfélaginu. Æ ok, bara tvær málsgreinar svo ég geti sýnt að ég get verið besserwisser. Þetta er þó bara létt yfirlit, skrifað af leikmanni og nær engan veginn að skýra að fullu þetta flókna og erfiða fyrirbrigði. Þið sem vitið allt um málið hlaupið bara yfir næstu tvær málsgreinar. Það er auðvelt að þekkja narsíssíska hegðun, þó ekki megi greina aðila sem narsissista þar sem allir eru færir um að sýna af sér narsissíska hegðun að einhverju leiti. Þeir sem sýna sterkar narsissískar tilhneigingar búa yfir lítilli sem engri tilfinninganæmni. Þeir skilja ekki þann sársauka sem þeir valda öðrum með framkomu sinni. Narsissísk hegðun felur m.a. í sér stöðuga leitun eftir athygli og hrósi, fullkomnu skeytingaleysi í garð annarra og í umtali þeirra um aðra sem er til þess eins gert að upphefja þá sjálfa. Hegðunin felst í stöðugri þörf að hafa alltaf rétt fyrir sér og er þá stundum farið í fýlu eða tekið á þetta reiðikast ef séð er fram á að aðrir séu ekki sammála. Annars konar narsissísk hegðun er þegar fólk leitar eftir athygli með því að kalla fram vorkunnsemi frá öðrum. Þá er stundum þörf á því að leggja allt sitt frá sér og fara í það hlutverk að láta þeim líða betur áður en málin snúast upp í eitt stórt drama. Því dramað getur tekið á sig ýmsar myndir og þeir sem búa það til er slétt sama á hverjum það bitnar á, jafnvel þó það gangi svo langt að bitna á þeirra eigin fjölskyldu, á þeirra eigin börnum. Fólk sem sýnir af sér narsissíska hegðun býr oft yfir mikilli ókyrrð. Það er óánægt í sálinni og getur ekki unað sér í kyrrð og ró. Umhverfið verður að endurspegla þeirra eigin ókyrrð og því gera þeir allan fjandann til að sprengja upp kyrrðina, draga að sér athygli og já að finna nýjar og nýjar leiðir til að koma illa fram við annað fólk. Fólk sem er hamingjusamt eða ógnar þeim með einhverjum hætti, og fólk sem er ágætlega tilfinninganæmt, virðist vera helsta skotmark þeirra sem líða illa. Það er svo leitt þegar það gerist, því það er hamingjusama og tilfinninganæmna fólkið sem kemur oft með svo mikla gleði, ást og umhyggju inn í umhverfið. Ef það fólk nær ekki að núllstilla sig og nær ekki að taka á móti narsissískri hegðun með jafnaðargeði, þá sogast í burt orkan og gleðin fýkur á brott. Þessir gangandi sólargeislar ná þá ekki að skína fyrir neinn annan, því búið er að sjúga ljósið í burt í bili. Kannski verður kastljósinu beint meira í framtíðinni að snjóboltaáhrifum narsissískrar hegðunar, því óhamingja smitar vissulega út frá sér og narsissistar sem eru óhamingjusamastir af öllum eru algjörir snillingar í að láta öðrum líða illa. Ég velti því stundum fyrir mér hversu margir þurfa að þola slíka hegðun dags daglega og hvernig mætti mæla áhrif hennar á almenna hamingjusemi innan samfélagsins. Ef við myndum leyfa okkur að gera það í teiknimyndastíl þá gætum við kannski sett engla upp í eitt hornið á bardagahring og djöfla upp í hitt. Ef við myndum svo labba um í Kringlunni og gefa liðunum stig eftir því hvort að fólk á flandri setti upp bros einstaka sinnum, þá er ég ansi hrædd um að pallurinn myndi hvolfa í átt að djöflunum (smá tillaga til markaðsdeildar Kringlunnar, það væri kannski ekki vitlaust að setja upp Instagram leik með brosmyndum, eða labba um og verðlauna eitt gjafakort á dag til fullorðinnar manneskja sem labbar um með bros á vör – alla vega svona fram að jólum). Með því að horfa á samskipti annarra og sýna því skilning hvað er í gangi þá skynjar maður svo mikla óhamingjusemi meðal fólks. Hvort sem það sé í pirringskasti viðskiptavinar við afgreiðslufólk, þolinmæðisleysi foreldra sem draga börnin sín þreytt inn í búðir, viljaleysi foreldra til að taka þátt í frístundastarfi barna sinna, viljaleysi foreldra til að mynda fallegan vinahóp meðal annarra krakka í bekkjum, fáránlegri áhættuhegðun í umferðinni, ljótum ummælum á netinu, og að ógleymdu máttleysi þeirra sem lenda í skynjuðu órétti að sýna mótrökum skilning og annað hvort sætta sig við aðstæður eða taka þau hugrekku skref að berjast fyrir réttindum sínum. Þar sem maður skynjar óhamingju þó helst er þar sem snertiflöturinn er einna mestur. Inn á vinnustöðum í samskiptum við samstarfsfélaga. Narsissísk hegðun býr oft til eitraða menningu inn á vinnustöðum og sjaldan er tekið eftir því hversu mikla óhamingju hún getur skapað meðal annarra samstarfsfélaga. Þeir sem eru tilfinninganæmir og þori ég að segja kógarar dragast oft inn í það hlutverk að halda narsissískri hegðun í skefjum, svo hegðunin bitni nú ekki á öðrum. Þeir taka á sig skellinn á meðan aðrir líta undan. Á meðan aðrir vilja ekki sjá. Það er nefnilega ekki auðvelt að standa í þeim sporum að sinna og friða narsissíska hegðun. Það þarf mjög sterkt bak til að geta staðið í þessu dags daglega. Í hausnum á mér þá hef ég stundum líkt þessu við slöngudans. Þegar maður verður fyrir einu nettu biti af narsissískri árás, þá horfi ég iðulega á handlegginn á mér til að minna mig á að ég megi ekki gleyma mér, að ég þurfi að passa upp á sjálfa mig með því að dansa aðeins fallegri spor. Mér finnst ágætt að vera í þeirri stöðu að geta horft á handlegginn á mér þar sem hann er þakinn af fæðingarblettum sem hafa náð að para sig í tvennt, svona í útliti eins og slöngubit. Í alvöru, ég er sannfærð um að ég hafi verið brjálaður slöngudansari í fyrra lífi, bara svo ég fengi ábyggilega ágætis undirbúning fyrir þetta líf. Með tímanum lærir maður að bitin frá narsissískri árás eru ekki svo eitruð frá fólki sem maður sér að er með háar narsissískar tilhneygingar. Væntingar manns til þeirra um faglega og góða hegðun stendur nefnilega í núlli. Og þegar maður hefur engar væntingar um góða hegðun þá særir það venjulega ekki svo mikið þegar bitið kemur. En það sem tekur meira á mann eru viðbrögð annarra samstarfsfélaga þegar narsissískar árásir beinast að manni sjálfum. Því fyrir okkur sem eru sterk þá eru fáir sem taka upp hanskann. Það eru meiri líkur á því að samstarfsfélagar taki undir árásina heldur en að þau aðstoði við að stoppa hana. Og þá skiptir engu að maður hafi ávallt lagt sig fram að koma vel fram við þá, boðið þeim hjálparhönd og sýnt þeim vináttu og umhyggju. Það bara einhvern veginn gleymist. Hvað sem veldur þessu hef ég lengi velt fyrir mér. Ég er sjálf ekki saklaus og hef tekið þátt í baknagi og öðrum ljótleika, en eftir því sem ég eldist þá geri ég mér skýrari grein fyrir að slík framkoma, gerir mig sjálfa óhamingjusama. Ég ligg bara upp í rúmi á kvöldin með einhvern hnút í maga, með sektarkennd yfir minni framkomu, því ég veit að það sem ég gerði var ekki fallegt. Og í kjölfarið er ég orðin miklu sterkari að segja bara nei, ég vil ekki taka þátt í svona lengur. En baráttunni er ekki lokið og maður þarf einhvern veginn stöðugt að vera að minna sig á og segja við sjálfan sig, hey, nei þetta er ekki í lagi. Ég hef líka áttað mig á einu merkilegu. Þegar ég verð sjálf fyrir árásum þá neita ég nú að bregðast við eins og ég hef alltaf áður gert, þ.e. draga niður væntingar mínar til fólks sem ég veit að býr yfir tilfinninganæmni en hefur í einhverri óhamingjusemi leyft sér að koma illa fram. Ég neita að setja stein utan um hjartað og loka á samskiptin. Já, já, já ég veit að það verða að vera mörk, en leyfið mér að vera ánægð með það að sársaukamörkin séu að hækka. Því um leið og maður dregur úr væntingum þá glatast eitthvað fallegt. Það glatast vonin um falleg samskipti, vináttu og kærleik. Ég get tekið við bitunum, sár eins og þau eru, því þau eru alltaf sárust þegar þau koma frá fólki sem maður er farinn að þykja vænt um, frá fólki sem maður er farinn að treysta. En halda í einhverja reiði eða kergju vegna atviks, gerir ekkert gott fyrir mann sjálfan. Það er miklu yndislegra að tipla á tásunum, senda ást og fyrirgefningu til baka og upplifa sig í hlutverki ljóshærðar prinsessu, sönglandi „Let it go, let it go“. Já lesandi góður, það er ekkert fallegt sem kemur út úr narsissíkum leikjum. En við getum öðlast nógu mikið jafnvægi í okkar lífi til að láta það ekki á okkur fá. Almennt er þetta samt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki tekist á við ennþá. Við erum bara orðin svo vön þessu að við höldum að svona eigi lífið að vera. En þetta er vandamál sem ekki verður hægt að horfa fram hjá lengur. Sem betur fer þá er öld upplýsingaflæðisins runnin upp og kastljósinu er nú varpað á þann skaða sem narsissísk samskipti geta valdið. Samfélagsleg meðvitund mun aukast. Spurningin er bara sú hvort að við látum unga fólkinu það eftir að berjast fyrir bættri framkomu á vinnustöðum eða hvort við séum sjálf tilbúin að stíga fyrstu skrefin. Eftir allt þá á enginn að þurfa að þola brjálaðan trylltan dans við slöngur. Inn í starfsumhverfinu þá eigum við að geta notið væntumþykju, virðingar og öryggis, alveg eins og inn á heimilum. En annars er það bara ávallt gott að hafa í huga í erfiðum aðstæðum að draga djúpt andann og finna friðinn sem býr innra með ykkur, því það er það sem skiptir máli. Þín innri hamingja og hjartnæm tengsl við sálina er það mikilvægasta sem þú getur öðlast í lífinu og ég vona það innilega lesandi góður að þú náir að finna þann frið þar sem þar má finna. Kæri lesandi, leyfðu fólki að njóta þess að horfa á fallegt bros þitt, njóttu dagsins og takk fyrir mig. Höfundur greinar er samstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Heilsa Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Byrjum smá á því dansa. Dillum rassinum og brosum. Öndum djúpt, finnum friðinn og látum okkur líða vel. Setjumst svo niður og íhugum. Textinn hér að neðan gæti orðið smá erfiður að melta fyrir ykkur sem hafa ekki kynnt ykkur efnið, en það er kannski orðið tímabært því í vændum er holskefla af umræðu tengdum innihaldi hans. Þið sem hafið kynnt ykkur DoctorRamani inn á Youtube munið kveikja strax á perunni í hvaða átt þessi grein stefnir. Fyrir ykkur hin sem eruð enn með hausinn grafinn lang niður í sandinn þá er DoctorRamani sérfræðingur sem fjallar á mjög skýran og yfirvegaðan hátt um tísku umfjöllunarefni ársins 2022, narsissisma. Þetta er nýja heita umfjöllunarefnið og það er heitara en allt sem er heitt. Nýlega fékk vinsæli þáttastjórnandinn James Corden „reisupassa“ út af framkomu sem gekk yfir strikið. Útaf hegðun sem er mjög narsissísk í eðli sínu. Fyrirtæki tengt honum er að takast á við vandamál sem framkoma hans skapaði og fyrirtæki hér á landi munu koma til með að þurfa að gera það sama vegna sinna starfsmanna. Með aukinni upplýsingagjöf á nútímaöld þá mun fólk ekki lengur að sætta sig við óheilbrigða framkomu í samskiptum. Og unga fólkið mun líklegast koma til með að leiða þessa byltingu eins og það gerði í umræðu um kynferðislegt áreiti. Ef þið hafið ekki kynnt ykkur umfjöllunarefnið þá færi ég ykkur þær fréttir að ég nenni ekki að fjalla hér ítarlega um narsissíska framkomu. Það er fólk á netinu sem gerir það miklu betur en ég. En mig langar til að ræða afleiðingar hegðunarinnar, því ég tel að hún sé svo mikill áhrifavaldur á líðan almennt í samfélaginu. Æ ok, bara tvær málsgreinar svo ég geti sýnt að ég get verið besserwisser. Þetta er þó bara létt yfirlit, skrifað af leikmanni og nær engan veginn að skýra að fullu þetta flókna og erfiða fyrirbrigði. Þið sem vitið allt um málið hlaupið bara yfir næstu tvær málsgreinar. Það er auðvelt að þekkja narsíssíska hegðun, þó ekki megi greina aðila sem narsissista þar sem allir eru færir um að sýna af sér narsissíska hegðun að einhverju leiti. Þeir sem sýna sterkar narsissískar tilhneigingar búa yfir lítilli sem engri tilfinninganæmni. Þeir skilja ekki þann sársauka sem þeir valda öðrum með framkomu sinni. Narsissísk hegðun felur m.a. í sér stöðuga leitun eftir athygli og hrósi, fullkomnu skeytingaleysi í garð annarra og í umtali þeirra um aðra sem er til þess eins gert að upphefja þá sjálfa. Hegðunin felst í stöðugri þörf að hafa alltaf rétt fyrir sér og er þá stundum farið í fýlu eða tekið á þetta reiðikast ef séð er fram á að aðrir séu ekki sammála. Annars konar narsissísk hegðun er þegar fólk leitar eftir athygli með því að kalla fram vorkunnsemi frá öðrum. Þá er stundum þörf á því að leggja allt sitt frá sér og fara í það hlutverk að láta þeim líða betur áður en málin snúast upp í eitt stórt drama. Því dramað getur tekið á sig ýmsar myndir og þeir sem búa það til er slétt sama á hverjum það bitnar á, jafnvel þó það gangi svo langt að bitna á þeirra eigin fjölskyldu, á þeirra eigin börnum. Fólk sem sýnir af sér narsissíska hegðun býr oft yfir mikilli ókyrrð. Það er óánægt í sálinni og getur ekki unað sér í kyrrð og ró. Umhverfið verður að endurspegla þeirra eigin ókyrrð og því gera þeir allan fjandann til að sprengja upp kyrrðina, draga að sér athygli og já að finna nýjar og nýjar leiðir til að koma illa fram við annað fólk. Fólk sem er hamingjusamt eða ógnar þeim með einhverjum hætti, og fólk sem er ágætlega tilfinninganæmt, virðist vera helsta skotmark þeirra sem líða illa. Það er svo leitt þegar það gerist, því það er hamingjusama og tilfinninganæmna fólkið sem kemur oft með svo mikla gleði, ást og umhyggju inn í umhverfið. Ef það fólk nær ekki að núllstilla sig og nær ekki að taka á móti narsissískri hegðun með jafnaðargeði, þá sogast í burt orkan og gleðin fýkur á brott. Þessir gangandi sólargeislar ná þá ekki að skína fyrir neinn annan, því búið er að sjúga ljósið í burt í bili. Kannski verður kastljósinu beint meira í framtíðinni að snjóboltaáhrifum narsissískrar hegðunar, því óhamingja smitar vissulega út frá sér og narsissistar sem eru óhamingjusamastir af öllum eru algjörir snillingar í að láta öðrum líða illa. Ég velti því stundum fyrir mér hversu margir þurfa að þola slíka hegðun dags daglega og hvernig mætti mæla áhrif hennar á almenna hamingjusemi innan samfélagsins. Ef við myndum leyfa okkur að gera það í teiknimyndastíl þá gætum við kannski sett engla upp í eitt hornið á bardagahring og djöfla upp í hitt. Ef við myndum svo labba um í Kringlunni og gefa liðunum stig eftir því hvort að fólk á flandri setti upp bros einstaka sinnum, þá er ég ansi hrædd um að pallurinn myndi hvolfa í átt að djöflunum (smá tillaga til markaðsdeildar Kringlunnar, það væri kannski ekki vitlaust að setja upp Instagram leik með brosmyndum, eða labba um og verðlauna eitt gjafakort á dag til fullorðinnar manneskja sem labbar um með bros á vör – alla vega svona fram að jólum). Með því að horfa á samskipti annarra og sýna því skilning hvað er í gangi þá skynjar maður svo mikla óhamingjusemi meðal fólks. Hvort sem það sé í pirringskasti viðskiptavinar við afgreiðslufólk, þolinmæðisleysi foreldra sem draga börnin sín þreytt inn í búðir, viljaleysi foreldra til að taka þátt í frístundastarfi barna sinna, viljaleysi foreldra til að mynda fallegan vinahóp meðal annarra krakka í bekkjum, fáránlegri áhættuhegðun í umferðinni, ljótum ummælum á netinu, og að ógleymdu máttleysi þeirra sem lenda í skynjuðu órétti að sýna mótrökum skilning og annað hvort sætta sig við aðstæður eða taka þau hugrekku skref að berjast fyrir réttindum sínum. Þar sem maður skynjar óhamingju þó helst er þar sem snertiflöturinn er einna mestur. Inn á vinnustöðum í samskiptum við samstarfsfélaga. Narsissísk hegðun býr oft til eitraða menningu inn á vinnustöðum og sjaldan er tekið eftir því hversu mikla óhamingju hún getur skapað meðal annarra samstarfsfélaga. Þeir sem eru tilfinninganæmir og þori ég að segja kógarar dragast oft inn í það hlutverk að halda narsissískri hegðun í skefjum, svo hegðunin bitni nú ekki á öðrum. Þeir taka á sig skellinn á meðan aðrir líta undan. Á meðan aðrir vilja ekki sjá. Það er nefnilega ekki auðvelt að standa í þeim sporum að sinna og friða narsissíska hegðun. Það þarf mjög sterkt bak til að geta staðið í þessu dags daglega. Í hausnum á mér þá hef ég stundum líkt þessu við slöngudans. Þegar maður verður fyrir einu nettu biti af narsissískri árás, þá horfi ég iðulega á handlegginn á mér til að minna mig á að ég megi ekki gleyma mér, að ég þurfi að passa upp á sjálfa mig með því að dansa aðeins fallegri spor. Mér finnst ágætt að vera í þeirri stöðu að geta horft á handlegginn á mér þar sem hann er þakinn af fæðingarblettum sem hafa náð að para sig í tvennt, svona í útliti eins og slöngubit. Í alvöru, ég er sannfærð um að ég hafi verið brjálaður slöngudansari í fyrra lífi, bara svo ég fengi ábyggilega ágætis undirbúning fyrir þetta líf. Með tímanum lærir maður að bitin frá narsissískri árás eru ekki svo eitruð frá fólki sem maður sér að er með háar narsissískar tilhneygingar. Væntingar manns til þeirra um faglega og góða hegðun stendur nefnilega í núlli. Og þegar maður hefur engar væntingar um góða hegðun þá særir það venjulega ekki svo mikið þegar bitið kemur. En það sem tekur meira á mann eru viðbrögð annarra samstarfsfélaga þegar narsissískar árásir beinast að manni sjálfum. Því fyrir okkur sem eru sterk þá eru fáir sem taka upp hanskann. Það eru meiri líkur á því að samstarfsfélagar taki undir árásina heldur en að þau aðstoði við að stoppa hana. Og þá skiptir engu að maður hafi ávallt lagt sig fram að koma vel fram við þá, boðið þeim hjálparhönd og sýnt þeim vináttu og umhyggju. Það bara einhvern veginn gleymist. Hvað sem veldur þessu hef ég lengi velt fyrir mér. Ég er sjálf ekki saklaus og hef tekið þátt í baknagi og öðrum ljótleika, en eftir því sem ég eldist þá geri ég mér skýrari grein fyrir að slík framkoma, gerir mig sjálfa óhamingjusama. Ég ligg bara upp í rúmi á kvöldin með einhvern hnút í maga, með sektarkennd yfir minni framkomu, því ég veit að það sem ég gerði var ekki fallegt. Og í kjölfarið er ég orðin miklu sterkari að segja bara nei, ég vil ekki taka þátt í svona lengur. En baráttunni er ekki lokið og maður þarf einhvern veginn stöðugt að vera að minna sig á og segja við sjálfan sig, hey, nei þetta er ekki í lagi. Ég hef líka áttað mig á einu merkilegu. Þegar ég verð sjálf fyrir árásum þá neita ég nú að bregðast við eins og ég hef alltaf áður gert, þ.e. draga niður væntingar mínar til fólks sem ég veit að býr yfir tilfinninganæmni en hefur í einhverri óhamingjusemi leyft sér að koma illa fram. Ég neita að setja stein utan um hjartað og loka á samskiptin. Já, já, já ég veit að það verða að vera mörk, en leyfið mér að vera ánægð með það að sársaukamörkin séu að hækka. Því um leið og maður dregur úr væntingum þá glatast eitthvað fallegt. Það glatast vonin um falleg samskipti, vináttu og kærleik. Ég get tekið við bitunum, sár eins og þau eru, því þau eru alltaf sárust þegar þau koma frá fólki sem maður er farinn að þykja vænt um, frá fólki sem maður er farinn að treysta. En halda í einhverja reiði eða kergju vegna atviks, gerir ekkert gott fyrir mann sjálfan. Það er miklu yndislegra að tipla á tásunum, senda ást og fyrirgefningu til baka og upplifa sig í hlutverki ljóshærðar prinsessu, sönglandi „Let it go, let it go“. Já lesandi góður, það er ekkert fallegt sem kemur út úr narsissíkum leikjum. En við getum öðlast nógu mikið jafnvægi í okkar lífi til að láta það ekki á okkur fá. Almennt er þetta samt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki tekist á við ennþá. Við erum bara orðin svo vön þessu að við höldum að svona eigi lífið að vera. En þetta er vandamál sem ekki verður hægt að horfa fram hjá lengur. Sem betur fer þá er öld upplýsingaflæðisins runnin upp og kastljósinu er nú varpað á þann skaða sem narsissísk samskipti geta valdið. Samfélagsleg meðvitund mun aukast. Spurningin er bara sú hvort að við látum unga fólkinu það eftir að berjast fyrir bættri framkomu á vinnustöðum eða hvort við séum sjálf tilbúin að stíga fyrstu skrefin. Eftir allt þá á enginn að þurfa að þola brjálaðan trylltan dans við slöngur. Inn í starfsumhverfinu þá eigum við að geta notið væntumþykju, virðingar og öryggis, alveg eins og inn á heimilum. En annars er það bara ávallt gott að hafa í huga í erfiðum aðstæðum að draga djúpt andann og finna friðinn sem býr innra með ykkur, því það er það sem skiptir máli. Þín innri hamingja og hjartnæm tengsl við sálina er það mikilvægasta sem þú getur öðlast í lífinu og ég vona það innilega lesandi góður að þú náir að finna þann frið þar sem þar má finna. Kæri lesandi, leyfðu fólki að njóta þess að horfa á fallegt bros þitt, njóttu dagsins og takk fyrir mig. Höfundur greinar er samstarfsmaður.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun