Sport

Dag­skráin Í dag: Serie A, Loka­sóknin og Ljós­leiðara­deildin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Topplið Serie A, Napoli, er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í dag.
Topplið Serie A, Napoli, er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í dag. Cesare Purini/Getty Images

Það er þægilegur þriðjudagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru þrír leikir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, á dagskrá ásamt Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike:Global Offensive og Lokasóknin þar sem farið er yfir síðustu umferð NFL deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.20 er leikur Napoli og Empoli í Serie A á dagskrá. Napoli er á toppi deildarinnar og getur aukið forskot sitt verulega með sigri í dag.

Klukkan 19.35 er leikur Cremonese og AC Milan á dagskrá en gestirnir eru í 2. sæti og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Mílanó-liðið er í 2. sæti og eru í harðri toppbaráttu.

Klukkan 21.45 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður allt það helsta úr 9. umferð NFL deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.20 er leikur Spezia og Udinese í Serie A á dagskrá. Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Spezia.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Í fyrri leik kvöldsins mætast Fylkir og Breiðablik. Í síðari leiknum mætast LAVA og Viðstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×