Lögmál leiksins: „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 23:31 Sápuóperan í kringum þessa tvo heldur áfram. Al Bello/Getty Images Nei eða Já var á sínum stað í þætti vikunnar af Lögmál leiksins. Þar var venju samkvæmt farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta liðna viku. Farið var yfir stöðu mála í Stóra eplinu, klæðnað leikmanna og þjálfara deildarinnar, Nick Nurse og hvort meistarar Golden State ættu að fara hafa áhyggjur. „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum. Ég hef gaman að fylgjast með lestarslysum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson aðspurður hvort New York Knicks væri orðið mest spennandi félagið í New York. „Knicks eru bara svo rosalega óspennandi,“ bætti Tómas Steindórsson við og hélt áfram: „Ef þeir væru bara örlítið, ef það væri eitthvað spennandi við liðið, þá væri þetta já. En mér finnst þetta rosa, það er ekkert í gangi. Mér finnst þetta flatt og leiðinlegt.“ „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ sögðu Kjartan Atli og Hörður í kór um stöðu mála hjá Knicks. Ætti NBA að taka aftur upp reglur varðandi klæðaburð sem David Stern setti á sínum tíma? „Það má taka ákveðna leikmenn fyrir. Ég sá klæðaburðinn á Bol Bol á bekknum um daginn, það var agalegt. Svona 90 prósent af þeim virðast standa sig nokkuð vel en ég vil fá þjálfara aftur í jakkaföt,“ sagði Tómas Steindórsson áður heit umræða myndaðist varðandi hvort þjálfarar ættu að vera í jakkafötum eða kósígalla. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Nick Nurse er besti þjálfari í NBA? Svar Harðar var mjög stutt og laggott en umræðan í kjölfarið var töluvert lengri. Allir voru sammála Herði þó Tómas hafi viðurkennt að hann hefði einfaldlega ekki jafn mikla skoðun á þessu og aðrir í setti. Jæja, nú er kominn tími til fyrir Golden State Warriors að hafa áhyggjur? „Höfum áhyggjur eftir áramót,“ svaraði Tómas um hæl og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af Stephen Curry og félögum. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum. Ég hef gaman að fylgjast með lestarslysum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson aðspurður hvort New York Knicks væri orðið mest spennandi félagið í New York. „Knicks eru bara svo rosalega óspennandi,“ bætti Tómas Steindórsson við og hélt áfram: „Ef þeir væru bara örlítið, ef það væri eitthvað spennandi við liðið, þá væri þetta já. En mér finnst þetta rosa, það er ekkert í gangi. Mér finnst þetta flatt og leiðinlegt.“ „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ sögðu Kjartan Atli og Hörður í kór um stöðu mála hjá Knicks. Ætti NBA að taka aftur upp reglur varðandi klæðaburð sem David Stern setti á sínum tíma? „Það má taka ákveðna leikmenn fyrir. Ég sá klæðaburðinn á Bol Bol á bekknum um daginn, það var agalegt. Svona 90 prósent af þeim virðast standa sig nokkuð vel en ég vil fá þjálfara aftur í jakkaföt,“ sagði Tómas Steindórsson áður heit umræða myndaðist varðandi hvort þjálfarar ættu að vera í jakkafötum eða kósígalla. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Nick Nurse er besti þjálfari í NBA? Svar Harðar var mjög stutt og laggott en umræðan í kjölfarið var töluvert lengri. Allir voru sammála Herði þó Tómas hafi viðurkennt að hann hefði einfaldlega ekki jafn mikla skoðun á þessu og aðrir í setti. Jæja, nú er kominn tími til fyrir Golden State Warriors að hafa áhyggjur? „Höfum áhyggjur eftir áramót,“ svaraði Tómas um hæl og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af Stephen Curry og félögum. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira