Dalabyggð – samfélag í sókn Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Nýsköpun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar