Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir, Guðrún Nanna Egilsdóttir og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifa 22. október 2025 19:02 Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést. Bróðir Palomu kennir móður sinni um andlát tvíburasystur sinnar og vill að hún verði dregin til ábyrgðar. Saga Palomu er því miður ekki einsdæmi og er því mikilvæg að fjalla um og draga lærdóm af. Eins og er þá er ekki ólöglegt að sannfæra sjúklinga um að hafna meðferð sem getur bjargað lífi þeirra. Þess vegna er mikilvægt að hafa varann á því slíkt finnst líka hérlendis. Algórithminn herjar einnig mikið á fólk sem greinist með krabbamein, og sýnir því gjarnan fólk að selja það að hægt sé að lækna krabbamein með mataræði. Sem er því miður ekki raunin, annars væri það gert og við næringarfræðingar yrðum fyrstir til að hoppa á þann vagn. Það þarf oft ótal áreiti og jafnvel óheppni til að krabbamein þróist. Krabbamein er því ekki eitthvað sem fólk gerði sjálfu sér og er engum að kenna. Þótt að við getum gert ákveðna hluti til að minnka líkur, þá er svo margt sem getur haft áhrif. Krabbamein er í raun samheiti yfir rúmlega 200 sjúkdóma, sem geta eðli málsins samkvæmt verið ólíkir. Sum krabbamein hafa verið tengd lífstíl á meðan önnur eru tengd genum eða umhverfi, og sum eru tengd öllum þessum þáttum. Áreiti sem leiðir til frumubreytinga getur verið mjög margþætt. Við getum því aldrei tryggt okkur alveg frá því að greinast, en þrjú af hverjum fjórum sem fá krabbamein á Íslandi í dag lifa. Sem eru tvöfalt fleiri en fyrir 50 árum, þökk sé betri aðferðum við greiningu og meðferð, en einnig er margt hægt að gera til að minnka líkurnar. Í því samhengi getur verið mikilvægt að lifa fyrirbyggjandi lífsstíll, mæta í skimun, vera vakandi fyrir breytingum og leita til læknis ef eitthvað slíkt kemur fram, t.d. fyrirferð í brjósti, ósjálfrátt þyngdartap eða skyndilegur orkumunur. Þau sem greinst hafa með krabbamein og hafnað læknisfræðilegri meðferð og þess í stað valið óhefðbundna meðferð tala gjarnan um að heilbrigðisstarfsfólk velji að loka augunum fyrir slíkum meðferðum án þess að skoða þær. Allar þessar óhefðbundnu meðferðir hafa þó vissulega verið skoðaðar og ástæðan fyrir því að það er ekki mælt með þeim er vegna þess að rannsóknir benda ekki til þess að þær virki. Raunin er því sú að ástæða þess að ekki er stuðst við óhefðbundnar lækningar er ekki vegna einhverskonar fáfræði eða skorts á vilja, heldur vegna þess að slíkt hefur einfaldlega ekki bætt horfur eða lifun. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir á valdi einstaklinga geta dregið úr líkum á krabbameini. Þar má nefna næringarríkt og fjölbreytt mataræði með ríkulegu magni grænmetis, ávaxta og heilkorna, að forðast unnar kjötvörur og takmarka neyslu rauðs kjöts, stunda reglulega hreyfingu og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, auk þess að forðast reykingar og áfengisneyslu. Þegar kemur að meðferð við krabbameini sem getur þá ýmist læknað eða meðhöndlað sjúkdóminn sem um ræðir eru vísindalega sannaðar aðferðir skurðaðgerðir, lyfjameðferð og geislameðferð. Þegar kemur að forvörnum er þó einnig nauðsynlegt að minnast á skimanir. Skimanir fyrir krabbameini eru ein mesta snilld sem hefur komið fram á sjónarsviðið fyrir lýðheilsu þjóða. En sá þáttur sem hefur hvað mest forspárgildi um lifun er tímasetning greiningar, því fyrr því betra. Þá hafa orðið byltingarkenndar framfarir undanfarinn rúman áratug í meðferð ákveðinna tegunda krabbameina og hafa líftæknilyf umturnað horfum veikra einstaklinga. Vísindafólk er því stöðugt að leita leiða til þess að bæta horfur og lifun þeirra sem greinast, en slík þróun tekur tíma og gífurlega vinnu. Eitt sem einkennir okkar nútímasamfélag er að rangar upplýsingar dreifast gjarnan hraðar en réttar upplýsingar og getur það því miður kostað líf. Við lifum á tímum þar sem hver sem er getur miðlað hvaða upplýsingum sem er, án þess að mæta nokkurs konar afleiðingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að iðka gagnrýna hugsun, með vísindin að leiðarljósi. En þannig getum við mögulega bjargað lífum. Hlustum á það sem gögnin segja okkur, en það er svo sannarlega ekki að safadrykkja eða kaffistólpípur bæti bata- né lífslíkur. Heldur í stuttu máli að lifa fyrirbyggjandi lífsstíl, mæta í boðaðar skimanir, leita aðstoðar við fyrstu einkenni og ef greining hefur verið gerð að þiggja þau læknisfræðilegu úrræði sem gefa hvað bestar líkur. Þegar kemur að hlutverki næringar í þessu öllu þá er mataræði mikilvægur þáttur og það að fylgja ráðleggingum Embættis Landlæknis um mataræði getur verið fyrirbyggjandi. Sú áhersla breytist þó þegar um veika einstaklinga sem eru að ganga í gegnum meðferð er að ræða og fyrir þá er allra mikilvægast að ná að nærast nóg, en það getur hjálpað til við að þola meðferðir betur sem og bætt lífsgæði. Höfundar eru næringarfræðingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Bretland Heilsa Matur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést. Bróðir Palomu kennir móður sinni um andlát tvíburasystur sinnar og vill að hún verði dregin til ábyrgðar. Saga Palomu er því miður ekki einsdæmi og er því mikilvæg að fjalla um og draga lærdóm af. Eins og er þá er ekki ólöglegt að sannfæra sjúklinga um að hafna meðferð sem getur bjargað lífi þeirra. Þess vegna er mikilvægt að hafa varann á því slíkt finnst líka hérlendis. Algórithminn herjar einnig mikið á fólk sem greinist með krabbamein, og sýnir því gjarnan fólk að selja það að hægt sé að lækna krabbamein með mataræði. Sem er því miður ekki raunin, annars væri það gert og við næringarfræðingar yrðum fyrstir til að hoppa á þann vagn. Það þarf oft ótal áreiti og jafnvel óheppni til að krabbamein þróist. Krabbamein er því ekki eitthvað sem fólk gerði sjálfu sér og er engum að kenna. Þótt að við getum gert ákveðna hluti til að minnka líkur, þá er svo margt sem getur haft áhrif. Krabbamein er í raun samheiti yfir rúmlega 200 sjúkdóma, sem geta eðli málsins samkvæmt verið ólíkir. Sum krabbamein hafa verið tengd lífstíl á meðan önnur eru tengd genum eða umhverfi, og sum eru tengd öllum þessum þáttum. Áreiti sem leiðir til frumubreytinga getur verið mjög margþætt. Við getum því aldrei tryggt okkur alveg frá því að greinast, en þrjú af hverjum fjórum sem fá krabbamein á Íslandi í dag lifa. Sem eru tvöfalt fleiri en fyrir 50 árum, þökk sé betri aðferðum við greiningu og meðferð, en einnig er margt hægt að gera til að minnka líkurnar. Í því samhengi getur verið mikilvægt að lifa fyrirbyggjandi lífsstíll, mæta í skimun, vera vakandi fyrir breytingum og leita til læknis ef eitthvað slíkt kemur fram, t.d. fyrirferð í brjósti, ósjálfrátt þyngdartap eða skyndilegur orkumunur. Þau sem greinst hafa með krabbamein og hafnað læknisfræðilegri meðferð og þess í stað valið óhefðbundna meðferð tala gjarnan um að heilbrigðisstarfsfólk velji að loka augunum fyrir slíkum meðferðum án þess að skoða þær. Allar þessar óhefðbundnu meðferðir hafa þó vissulega verið skoðaðar og ástæðan fyrir því að það er ekki mælt með þeim er vegna þess að rannsóknir benda ekki til þess að þær virki. Raunin er því sú að ástæða þess að ekki er stuðst við óhefðbundnar lækningar er ekki vegna einhverskonar fáfræði eða skorts á vilja, heldur vegna þess að slíkt hefur einfaldlega ekki bætt horfur eða lifun. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir á valdi einstaklinga geta dregið úr líkum á krabbameini. Þar má nefna næringarríkt og fjölbreytt mataræði með ríkulegu magni grænmetis, ávaxta og heilkorna, að forðast unnar kjötvörur og takmarka neyslu rauðs kjöts, stunda reglulega hreyfingu og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, auk þess að forðast reykingar og áfengisneyslu. Þegar kemur að meðferð við krabbameini sem getur þá ýmist læknað eða meðhöndlað sjúkdóminn sem um ræðir eru vísindalega sannaðar aðferðir skurðaðgerðir, lyfjameðferð og geislameðferð. Þegar kemur að forvörnum er þó einnig nauðsynlegt að minnast á skimanir. Skimanir fyrir krabbameini eru ein mesta snilld sem hefur komið fram á sjónarsviðið fyrir lýðheilsu þjóða. En sá þáttur sem hefur hvað mest forspárgildi um lifun er tímasetning greiningar, því fyrr því betra. Þá hafa orðið byltingarkenndar framfarir undanfarinn rúman áratug í meðferð ákveðinna tegunda krabbameina og hafa líftæknilyf umturnað horfum veikra einstaklinga. Vísindafólk er því stöðugt að leita leiða til þess að bæta horfur og lifun þeirra sem greinast, en slík þróun tekur tíma og gífurlega vinnu. Eitt sem einkennir okkar nútímasamfélag er að rangar upplýsingar dreifast gjarnan hraðar en réttar upplýsingar og getur það því miður kostað líf. Við lifum á tímum þar sem hver sem er getur miðlað hvaða upplýsingum sem er, án þess að mæta nokkurs konar afleiðingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að iðka gagnrýna hugsun, með vísindin að leiðarljósi. En þannig getum við mögulega bjargað lífum. Hlustum á það sem gögnin segja okkur, en það er svo sannarlega ekki að safadrykkja eða kaffistólpípur bæti bata- né lífslíkur. Heldur í stuttu máli að lifa fyrirbyggjandi lífsstíl, mæta í boðaðar skimanir, leita aðstoðar við fyrstu einkenni og ef greining hefur verið gerð að þiggja þau læknisfræðilegu úrræði sem gefa hvað bestar líkur. Þegar kemur að hlutverki næringar í þessu öllu þá er mataræði mikilvægur þáttur og það að fylgja ráðleggingum Embættis Landlæknis um mataræði getur verið fyrirbyggjandi. Sú áhersla breytist þó þegar um veika einstaklinga sem eru að ganga í gegnum meðferð er að ræða og fyrir þá er allra mikilvægast að ná að nærast nóg, en það getur hjálpað til við að þola meðferðir betur sem og bætt lífsgæði. Höfundar eru næringarfræðingar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar