Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:12 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. „Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01
Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18