Byggjum lífsgæðaborg Birkir Ingibjartsson skrifar 9. nóvember 2022 14:31 Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun