Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 16:45 Gunnjón segir fótinn hafa tilfinningalegt gildi fyrir sér. Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni. Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón. Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11
Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00