Sannfæringin eða lífið? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun