100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Tryggingar Fjármál heimilisins Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar