Baugsmálið - minningarorð Gestur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:51 Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun