Jólabónus á þriðja farrrými Inga Sæland skrifar 10. nóvember 2022 16:01 Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Fjármál heimilisins Tekjur Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun