Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega Snorri Másson skrifar 11. nóvember 2022 08:51 Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi. Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir
Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira