Landsliðskonurnar okkar sáu Brady spila, vinna og setja met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 13:01 Tom Brady var kátur á blaðamananfundi eftir sigur Tampa Bay Buccaneers. Getty/Sebastian Widmann Allt snerist um NFL-deildina í München í gær þegar þar var spilaður í fyrsta sinn leikur í NFL-deildinni á þýskri grundu. Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) NFL Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
NFL Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sjá meira