Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2022 14:09 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Stjórnarandstæðingar sæta nú færis og hella sér yfir ríkisstjórnina og ríkisstjórnarsamstarfið í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Lausleg athugun leiðir í ljós að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar; Vg-liðar, Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn eru venju fremur þöglir. Þeir hafa að því er virðist sáralítinn sem engan áhuga á því að viðra skoðanir sínar á skýrslunni. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar sæta hins vegar færis. Hversu mikla spillingu mannskepnan þolir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, kemur úr þeirri áttinni; einn þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni. Að hætti hússins: „Félagssálfræðileg tilraun á landsmönnum heldur áfram, um hversu mikið þol mannskepnan hefur fyrir vanhæfni og spillingu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Smári sem á ekki í nokkrum vandræðum með að greina efni skýrslunnar og túlka. Gunnar Smári Egilsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.vísir/vilhelm Gunnar Smári segir kerfið er þannig að þeir sem sýnt hafa mikið þol gagnvart spillingu færist upp í Framsókn eða Vg. „Þau sem virðast njóta spillingar og telja fúsk til eftirbreytni færast alla leið upp í Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru 24% landsmanna gerspillt og 22% til viðbótar láta sér hana vel lynda.“ Gunnar Smári segir afstöðu Vg-fólks magnaða: „Ég er á móti spillingu en ég styð hana til valda ef ég fæ að vera inn í herberginu þegar spillingarmennirnir skipta góssinu sín á milli.“ Hver græðir á lekanum? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kemur inn á einn þátt málsins er varðar leka skýrslunnar til fjölmiðla sem hefur verið til umfjöllunar í morgun. Það er áður en skýrslan kom til umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við skulum öll vera meðvituð um að það er bara einn stjórnmálamaður sem hefur hag af því að leka bankaskýrslunni fyrir kynningu Ríkisendurskoðunar sólarhringi seinna,“ segir Helga Vala á Twitter. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur reyndar minna en ekkert fyrir þennan trúnað og þennan umrædda leka. „Æi, þetta er nú ekkert rosalegur trúnaður. Þessi „trúnaður“ var settur upp fyrir þingmenn þannig að það væri ekki verið að reka hljóðnema upp í andlitið á þeim áður en þau hefðu tækifæri til þess að lesa skýrsluna.“ Björn Leví segir að áður fyrr hafi ríkisendurskoðun einfaldlega birt skýrslur opinberlega og það strax þegar þær voru tilbúnar. „Þannig að þetta er óttarlegt væl í forseta þingsins þarna. Ég hef ekki orðið mikið var við fréttir með viðtölum við ólesna þingmenn hvort sem er,“ segir Björn Leví og vísar í frétt Morgunblaðsins þar sem Birgir Ármannsson forseti þingsins segir trúnaðarrof á þingi mikil vonbrigði. „Við þurfum að læra af þessu“ Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, þjófstartaði fyrirsjáanlegri umræðunni í gærkvöldi þegar hann sagði: „Skýrslan um Íslandsbankasöluna verður birt á morgun. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi munu segja í einum kór: „Við þurfum öll að læra af þessu.“ Svo verður skipaður starfshópur um verklagsreglur. Ókei, búið.“ Illugi tók svo upp þráðinn í morgun og sagði meðal annars: „Bjarna Benediktssyni var falið það verkefni að selja hluta ríkisins í Íslandsbanka. Honum mátti vera ljóst hve gríðarlega mikilvægt væri að óaðfinnanlega tækist til (burtséð frá því hvort við vorum sammála því að selja eða ekki). En Bjarni klúðraði því. Hann klúðraði því algjörlega og á öllum sviðum.“ Illugi Jökulsson spáir afsökunarbeiðni, yfirlýsingu um að læra af málinu og svo verði skipaður starfshópur.Vísir/Vilhelm Skýrslan verður kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag en ráðgert er að málið verði tekið til umræðu á þinginu á morgun. Nú eftir klukkustund mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mæta óvænta í dagskrárlið þingsins sem heitir óundirbúnar fyrirspurnir. Sú tilkynning kom ýmsum þingmönnum á óvart því ekki hafi staðið til að hann yrði neitt í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins í þessari viku. En víst er að Bjarni stendur nú í ströngu og reynir allt hvað af tekur að slökkva elda sem nú loga vegna skýrslunnar. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Lausleg athugun leiðir í ljós að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar; Vg-liðar, Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn eru venju fremur þöglir. Þeir hafa að því er virðist sáralítinn sem engan áhuga á því að viðra skoðanir sínar á skýrslunni. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar sæta hins vegar færis. Hversu mikla spillingu mannskepnan þolir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, kemur úr þeirri áttinni; einn þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni. Að hætti hússins: „Félagssálfræðileg tilraun á landsmönnum heldur áfram, um hversu mikið þol mannskepnan hefur fyrir vanhæfni og spillingu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Smári sem á ekki í nokkrum vandræðum með að greina efni skýrslunnar og túlka. Gunnar Smári Egilsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.vísir/vilhelm Gunnar Smári segir kerfið er þannig að þeir sem sýnt hafa mikið þol gagnvart spillingu færist upp í Framsókn eða Vg. „Þau sem virðast njóta spillingar og telja fúsk til eftirbreytni færast alla leið upp í Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru 24% landsmanna gerspillt og 22% til viðbótar láta sér hana vel lynda.“ Gunnar Smári segir afstöðu Vg-fólks magnaða: „Ég er á móti spillingu en ég styð hana til valda ef ég fæ að vera inn í herberginu þegar spillingarmennirnir skipta góssinu sín á milli.“ Hver græðir á lekanum? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kemur inn á einn þátt málsins er varðar leka skýrslunnar til fjölmiðla sem hefur verið til umfjöllunar í morgun. Það er áður en skýrslan kom til umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við skulum öll vera meðvituð um að það er bara einn stjórnmálamaður sem hefur hag af því að leka bankaskýrslunni fyrir kynningu Ríkisendurskoðunar sólarhringi seinna,“ segir Helga Vala á Twitter. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur reyndar minna en ekkert fyrir þennan trúnað og þennan umrædda leka. „Æi, þetta er nú ekkert rosalegur trúnaður. Þessi „trúnaður“ var settur upp fyrir þingmenn þannig að það væri ekki verið að reka hljóðnema upp í andlitið á þeim áður en þau hefðu tækifæri til þess að lesa skýrsluna.“ Björn Leví segir að áður fyrr hafi ríkisendurskoðun einfaldlega birt skýrslur opinberlega og það strax þegar þær voru tilbúnar. „Þannig að þetta er óttarlegt væl í forseta þingsins þarna. Ég hef ekki orðið mikið var við fréttir með viðtölum við ólesna þingmenn hvort sem er,“ segir Björn Leví og vísar í frétt Morgunblaðsins þar sem Birgir Ármannsson forseti þingsins segir trúnaðarrof á þingi mikil vonbrigði. „Við þurfum að læra af þessu“ Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, þjófstartaði fyrirsjáanlegri umræðunni í gærkvöldi þegar hann sagði: „Skýrslan um Íslandsbankasöluna verður birt á morgun. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi munu segja í einum kór: „Við þurfum öll að læra af þessu.“ Svo verður skipaður starfshópur um verklagsreglur. Ókei, búið.“ Illugi tók svo upp þráðinn í morgun og sagði meðal annars: „Bjarna Benediktssyni var falið það verkefni að selja hluta ríkisins í Íslandsbanka. Honum mátti vera ljóst hve gríðarlega mikilvægt væri að óaðfinnanlega tækist til (burtséð frá því hvort við vorum sammála því að selja eða ekki). En Bjarni klúðraði því. Hann klúðraði því algjörlega og á öllum sviðum.“ Illugi Jökulsson spáir afsökunarbeiðni, yfirlýsingu um að læra af málinu og svo verði skipaður starfshópur.Vísir/Vilhelm Skýrslan verður kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag en ráðgert er að málið verði tekið til umræðu á þinginu á morgun. Nú eftir klukkustund mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mæta óvænta í dagskrárlið þingsins sem heitir óundirbúnar fyrirspurnir. Sú tilkynning kom ýmsum þingmönnum á óvart því ekki hafi staðið til að hann yrði neitt í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins í þessari viku. En víst er að Bjarni stendur nú í ströngu og reynir allt hvað af tekur að slökkva elda sem nú loga vegna skýrslunnar.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44
Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent