Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 07:52 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 8. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira