Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 07:52 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 8. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira