Bale bjargaði stigi fyrir Wales Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 21:15 Gareth Bale þrumar boltanum í net og skorar fyrsta mark Wales á HM í 64 ár. Berengui/Getty Images Wales lék í kvöld sinn fyrsta leik á HM í fótbolta frá árinu 1958. Það var vel við hæfi að Gareth Bale, einn besti íþróttamaður í sögu landsins, hafi tryggt þeim stig en Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin. Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu spila langþráðan leik á HM þegar þeir mæta Bandaríkjamönnum en þetta fyrsti HM-leikur Wales síðan á HM í Svíþjóð árið 1958. Fótboltinn var kannski ekki frábær en mark Bandaríkjanna í fyrri hálfleik var það. Christian Pulisic átti gott hlaup upp í gegnum miðjan völlinn og stakk boltanum inn fyrir vörn Wales þar sem Timothy Weah kom askvaðandi og renndi boltanum framhjá varnarlausum Wayne Hennessey í marki Wales. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks en á sama tíma fóru alls fjögur gul spjöld á loft. Segja má að það hafi lýst leiknum ágætlega. Hinn stóri og stæðilegi Kieffer Moore kom inn af bekk Wales í hálfleik og við það lifnaði aðeins yfir sóknarleik Walesverja. Bæði lið höfðu fengið fín færi en þegar tíu mínútur lifðu leiks fékk Wales víti þegar brotið var á Gareth Bale innan vítateigs. Bale fór sjálfur á punktinn og gjörsamlega lúðraði boltanum í netið við mikinn fögnuð Walesverja í stúkunni. "The man is a freak the man is a genius"Gareth Bale with his 41st strike for the Dragons, his nation's first World Cup goal since 1958 #USAvWAL #Qatar2022 pic.twitter.com/DbgWCRDo0r— FourFourTwo (@FourFourTwo) November 21, 2022 Þrátt fyrir langan uppbótartíma líkt og í öðrum leikjum mótsins þá tókst hvorugu liðinu að knýja fram sigurmark og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli. HM 2022 í Katar Fótbolti
Wales lék í kvöld sinn fyrsta leik á HM í fótbolta frá árinu 1958. Það var vel við hæfi að Gareth Bale, einn besti íþróttamaður í sögu landsins, hafi tryggt þeim stig en Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin. Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu spila langþráðan leik á HM þegar þeir mæta Bandaríkjamönnum en þetta fyrsti HM-leikur Wales síðan á HM í Svíþjóð árið 1958. Fótboltinn var kannski ekki frábær en mark Bandaríkjanna í fyrri hálfleik var það. Christian Pulisic átti gott hlaup upp í gegnum miðjan völlinn og stakk boltanum inn fyrir vörn Wales þar sem Timothy Weah kom askvaðandi og renndi boltanum framhjá varnarlausum Wayne Hennessey í marki Wales. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks en á sama tíma fóru alls fjögur gul spjöld á loft. Segja má að það hafi lýst leiknum ágætlega. Hinn stóri og stæðilegi Kieffer Moore kom inn af bekk Wales í hálfleik og við það lifnaði aðeins yfir sóknarleik Walesverja. Bæði lið höfðu fengið fín færi en þegar tíu mínútur lifðu leiks fékk Wales víti þegar brotið var á Gareth Bale innan vítateigs. Bale fór sjálfur á punktinn og gjörsamlega lúðraði boltanum í netið við mikinn fögnuð Walesverja í stúkunni. "The man is a freak the man is a genius"Gareth Bale with his 41st strike for the Dragons, his nation's first World Cup goal since 1958 #USAvWAL #Qatar2022 pic.twitter.com/DbgWCRDo0r— FourFourTwo (@FourFourTwo) November 21, 2022 Þrátt fyrir langan uppbótartíma líkt og í öðrum leikjum mótsins þá tókst hvorugu liðinu að knýja fram sigurmark og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli.