Segir borgina illa upplýsta: „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 19:54 Anna Þóra segir ljósastaurana á Hverfisgötunni oft ekki alla virka á sama tíma. Langt sé milli þeirra og lýsingin almennt léleg. Vísir/Egill Íbúar í Reykjavík furða sig á því hve dimmt er í borginni og telja borgina ekki nógu vel upplýsta. Atvinnurekandi í miðbænum segist ekki hissa á að slys verði í umferðinni vegna myrkurs og ástandið sé ömurlegt. Miklar umræður hafa skapast undanfarna daga um götulýsingu, meðal annars eftir að karlmaður á þrítugsaldri fórst í umferðarslysi í miðborg Reykjavíkur. Umræðurnar fóru fram á hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en einnig á Twitter, til dæmis í þessum þræði: Ég veit að ökumenn bíla þurfa að hægja á sér og fara varlegar. En getur verið að Reykjavík sé verr upplýst borg en gerist og gengur annarsstaðar? Hvers vegna er birta frá ljósastaurum svona dauf í dimmu skammdeginu? Ég hef lengi spáð í þetta. Við þurfum að geta séð hvort annað.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 20, 2022 Upp hafa vaknað spurningar um hvort götulýsing sé nægileg og hvort úr henni hafi verið dregið. Sérstakar áhyggjur eru auðvitað af börnum, sem eru á leið í skólann í skammdeginu á þessum árstíma. Bæði Vesturbæingar og íbúar miðbæjarins hafa vakið máls á óvenjudimmu skammdeginu. Hvernig er lýsingin hér á Hverfisgötunni? „Hún mjög slæm, alveg til skammar. Hérna megin eru til dæmis þrír staurar alla leið frá Vatnsstíg niður á Klapparstíg. Ég myndi vilja sjá allavega fimm og við erum heppin ef það er kveikt á þeim öllum í einu,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, atvinnurekandi við Hverfisgötu. Hún segir lýsinguna frá staurunum litla, mun minni en hún muni eftir að hafi verið. „Mér finnst líka kveikt alltof alltof seint á staurunum. Okkur var sagt að þessu hefði verið breytt eftir Hrun vegna þess að Reykjavíkurborg hafi ekki haft efni á að kveikja á staurunum en Hrunið er löngu búið,“ segir Anna. Ekki hissa að slys verði í umferðinni Fréttastofa fjallaði um það fyrir þremur árum síðan að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lætur ljósastaura enn loga skemur eftir að gripið var til sparnaðaraðgerða eftir Hrun. „Það er of seint að kveikja á milli sex og hálf sjö. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á meðan skammdegið er og mér finnst orðið mjög dimmt hérna upp úr klukkan fimm.“ Umferðarskipulagið sé ekki nógu gott. „Ég er búin að benda á þetta í mörg ár af því það er verið að blanda saman fólki á hlaupahjólum, í hjólastólum og litlum börnum og barnavögnum og gömlu fólki og þetta er allt of mjó stétt til að anna þessu öllu,“ segir Anna. „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys, mér finnst við bara heppin að það hafi ekki orðið miklu fleiri slys af því að þetta er ömurlegt ástand og lítið mál að laga.“ Í kortunum að lengja lýsingartímann Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir í kortunum hjá borginni að kveikja fyrr á ljósunum og slökkva á þeim seinna. Það sé þó ekki rétt að lýsingin sé minni nú en undanfarin ár. Hjalti segir engar breytingar hafa orðið á lýsingu gatna.Vísir/Egill „Það náttúrulega er að koma dimmasti tími ársins. Gatnalýsingin hefur ekkert breyst, hún er bara sú sama. En það sem er að gerast er kannski það að það er snjólaust. Það er mjög lítil náttúrulega birta og fólk kannski upplifir það sem einhvers konar meira myrkur,“ segir Hjalti. Borgin fylgi alþjóðastöðlum í lýsingu. „Svo er náttúrulega um að gera að þegar fólk og krakkar eru að ganga í svona miklu myrkri eins og er núna á morgnanna og kvöldin að vera bara með endurskinsmerki og sjálflýsandi fötum. Það er eitthvað sem hjálpar rosalega til í umferðinni.“ Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Miklar umræður hafa skapast undanfarna daga um götulýsingu, meðal annars eftir að karlmaður á þrítugsaldri fórst í umferðarslysi í miðborg Reykjavíkur. Umræðurnar fóru fram á hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en einnig á Twitter, til dæmis í þessum þræði: Ég veit að ökumenn bíla þurfa að hægja á sér og fara varlegar. En getur verið að Reykjavík sé verr upplýst borg en gerist og gengur annarsstaðar? Hvers vegna er birta frá ljósastaurum svona dauf í dimmu skammdeginu? Ég hef lengi spáð í þetta. Við þurfum að geta séð hvort annað.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 20, 2022 Upp hafa vaknað spurningar um hvort götulýsing sé nægileg og hvort úr henni hafi verið dregið. Sérstakar áhyggjur eru auðvitað af börnum, sem eru á leið í skólann í skammdeginu á þessum árstíma. Bæði Vesturbæingar og íbúar miðbæjarins hafa vakið máls á óvenjudimmu skammdeginu. Hvernig er lýsingin hér á Hverfisgötunni? „Hún mjög slæm, alveg til skammar. Hérna megin eru til dæmis þrír staurar alla leið frá Vatnsstíg niður á Klapparstíg. Ég myndi vilja sjá allavega fimm og við erum heppin ef það er kveikt á þeim öllum í einu,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, atvinnurekandi við Hverfisgötu. Hún segir lýsinguna frá staurunum litla, mun minni en hún muni eftir að hafi verið. „Mér finnst líka kveikt alltof alltof seint á staurunum. Okkur var sagt að þessu hefði verið breytt eftir Hrun vegna þess að Reykjavíkurborg hafi ekki haft efni á að kveikja á staurunum en Hrunið er löngu búið,“ segir Anna. Ekki hissa að slys verði í umferðinni Fréttastofa fjallaði um það fyrir þremur árum síðan að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lætur ljósastaura enn loga skemur eftir að gripið var til sparnaðaraðgerða eftir Hrun. „Það er of seint að kveikja á milli sex og hálf sjö. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á meðan skammdegið er og mér finnst orðið mjög dimmt hérna upp úr klukkan fimm.“ Umferðarskipulagið sé ekki nógu gott. „Ég er búin að benda á þetta í mörg ár af því það er verið að blanda saman fólki á hlaupahjólum, í hjólastólum og litlum börnum og barnavögnum og gömlu fólki og þetta er allt of mjó stétt til að anna þessu öllu,“ segir Anna. „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys, mér finnst við bara heppin að það hafi ekki orðið miklu fleiri slys af því að þetta er ömurlegt ástand og lítið mál að laga.“ Í kortunum að lengja lýsingartímann Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir í kortunum hjá borginni að kveikja fyrr á ljósunum og slökkva á þeim seinna. Það sé þó ekki rétt að lýsingin sé minni nú en undanfarin ár. Hjalti segir engar breytingar hafa orðið á lýsingu gatna.Vísir/Egill „Það náttúrulega er að koma dimmasti tími ársins. Gatnalýsingin hefur ekkert breyst, hún er bara sú sama. En það sem er að gerast er kannski það að það er snjólaust. Það er mjög lítil náttúrulega birta og fólk kannski upplifir það sem einhvers konar meira myrkur,“ segir Hjalti. Borgin fylgi alþjóðastöðlum í lýsingu. „Svo er náttúrulega um að gera að þegar fólk og krakkar eru að ganga í svona miklu myrkri eins og er núna á morgnanna og kvöldin að vera bara með endurskinsmerki og sjálflýsandi fötum. Það er eitthvað sem hjálpar rosalega til í umferðinni.“
Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira