Stríð gegn skynseminni Atli Bollason skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Bollason Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar