„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 21:45 Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. aðsend Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira