Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2022 08:26 Öfgamenn, tröll og eineltisseggir hugsa sér nú gott til glóðarinnar þar sem þeim verður öllum hleypt aftur á Twitter í næstu viku. AP/Gregory Bull Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. Musk lýsti aðgerðinni sem „sakaruppgjöf“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir væru fylgjandi henni eða ekki. Þegar 72% höfðu lýst sig fylgjandi lýsti hann því yfir að bönnuðu notendunum yrði endurreistir í næstu viku en þó ekki þeir sem hefðu brotið lög eða staðið fyrir „svívirðilegum amapóstum“. AP-fréttastofan segir að skoðanakannanir sem þessar séu langt því vísindalegar og að auðvelt sé fyrir tölvuyrki (e. bot) að hagræða niðurstöðunum. Musk hafði sama háttinn á þegar hann ákvað að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á Twitter um síðustu helgi. Trump hafði verið bannaður fyrir að hvetja til árásarinnar á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Sérfræðingar í netöryggi segja að ákvörðun Musk um að endurreisa bönnuðu reikningana muni leiða til vaxandi áreitni, hatursorðræðu og upplýsingafalsi á Twitter. Musk virðist taka það álit heimildarmanna AP óstinnt upp því hann svaraði tísti fréttastofunnar með fréttinni í kaldhæðnislegum tóni og sagði Twitter aldrei geta keppt við AP í upplýsingafalsi. AP is such an expert in misinformation. Twitter couldn t hope to compete!— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Rasismi, gyðingahatur og annar sori hefur þegar aukist á Twitter eftir kaup Musk á miðlinum, meðal annars vegna þess að glundroða sem stórfelldar uppsagnir hafa skapað. Musk sjálfur tísti nýlega hómófóbískri samsæriskenningu um árás á eiginmann forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en eyddi því síðar án útskýringa eða afsökunarbeiðni. Stórir auglýsendur hafa yfirgefið Twitter fyrir vikið þar sem þeir vilja ekki láta bendla vörumerki sín við vafasamt efni. Síðustu vikur hefur Musk ítrekað tekið þátt í umræðum með notendum af ysta hægrijaðrinum og tekið undir umkvartanir þeirra um að fyrri stjórnendur Twitter hafi ritskoðað þá. Fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði hvatti Musk fylgjendur sína til þess að kjósa repúblikana. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk lýsti aðgerðinni sem „sakaruppgjöf“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir væru fylgjandi henni eða ekki. Þegar 72% höfðu lýst sig fylgjandi lýsti hann því yfir að bönnuðu notendunum yrði endurreistir í næstu viku en þó ekki þeir sem hefðu brotið lög eða staðið fyrir „svívirðilegum amapóstum“. AP-fréttastofan segir að skoðanakannanir sem þessar séu langt því vísindalegar og að auðvelt sé fyrir tölvuyrki (e. bot) að hagræða niðurstöðunum. Musk hafði sama háttinn á þegar hann ákvað að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á Twitter um síðustu helgi. Trump hafði verið bannaður fyrir að hvetja til árásarinnar á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Sérfræðingar í netöryggi segja að ákvörðun Musk um að endurreisa bönnuðu reikningana muni leiða til vaxandi áreitni, hatursorðræðu og upplýsingafalsi á Twitter. Musk virðist taka það álit heimildarmanna AP óstinnt upp því hann svaraði tísti fréttastofunnar með fréttinni í kaldhæðnislegum tóni og sagði Twitter aldrei geta keppt við AP í upplýsingafalsi. AP is such an expert in misinformation. Twitter couldn t hope to compete!— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Rasismi, gyðingahatur og annar sori hefur þegar aukist á Twitter eftir kaup Musk á miðlinum, meðal annars vegna þess að glundroða sem stórfelldar uppsagnir hafa skapað. Musk sjálfur tísti nýlega hómófóbískri samsæriskenningu um árás á eiginmann forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en eyddi því síðar án útskýringa eða afsökunarbeiðni. Stórir auglýsendur hafa yfirgefið Twitter fyrir vikið þar sem þeir vilja ekki láta bendla vörumerki sín við vafasamt efni. Síðustu vikur hefur Musk ítrekað tekið þátt í umræðum með notendum af ysta hægrijaðrinum og tekið undir umkvartanir þeirra um að fyrri stjórnendur Twitter hafi ritskoðað þá. Fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði hvatti Musk fylgjendur sína til þess að kjósa repúblikana.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49