Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 11:01 Það gengur lítið upp hjá KR þessa dagana. Vísir/Bára Dröfn KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það. „Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
„Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira