Tökum á vandanum Jónas Elíasson skrifar 27. nóvember 2022 12:01 Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði. Þess vegna er borgarstjóri í fjárhagslegu skrúfstykki og ófær um að gera neitt raunhæft í aðkallandi vandamálum, en þar eru samgöngumálin veigamest ennþá, en þar er tafakostnaður borgaranna orðinn 30 – 60 ma/ári. Endurbætum þjóðvegakerfið Tiltölulega auðvelt er að létta á þessum vanda með endurbótum á þjóðvegakerfinu, en í tilraun til að afla pólitískra vinsælda, féll borgarstjóri í þá gryfju að vilja það ekki, heldur fækka bílum, sem er ekki hægt nema með þvingunaraðgerðum sem hafa afdrifaríkan efnahagslegann afturkipp í för með sér. Margir hafa bent á þetta, en borgarstjóri virðist hafa enn minni áhuga á hag þjóðarinnar en borgarinnar, heldur bara áfram sínum predikunum um borgarlínu sem allir vita nú orðið að skilar engu nema gleypa 100 ma. króna. Þetta er erfið staða, búast má við að tafakostnaður hafi tvöfaldast 2030 eða fyrr. Tiltölulega auðvelt er að laga þetta, en til þess þarf að byggja nokkur mislæg gatnamót sem Rvk tók út úr skipulagi 2015 í einhverju kasti af því sem ég hef kallað mislæga gatnamótaþrjósku. Sumir hafa viljað rekja þessa arburðarás aftur til Ingibjargar Sólrúnar, sem lét hafa eftir sér að Ísland þyrfti ekki amerískar hraðbrautir, en þetta er rangt. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta einfaldlega að Ísland þarf ekki hraðbrautakerfi samkvæmt amerískum stöðlum sem er alveg rétt. En úr þessu varð mislæga gatnamótaþrjóskan til, þrátt fyrir að þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins inniheldur yfir 20 mislæg gatnamót og munar ekkert um þau fáu sem þarf til viðbótar til að spara tafakostnað 10 – 20 ma/ári. En Rvk hangir á mislægu gatnamótaþrjóskunni. Hugsanlega má rekja það til pírata fremur en borgarstjóra, en það er ótrúlega óheppinn flokkur, hvers ætt má rekja til Giuseppe Piero "Beppe" Grillo, ítalsks stjórnmálamanns og fyrrverandi trúðs, sem heldur því fram að allir séu spilltir nema hann, rétt eins og píratar gera hér. Í Rvk fengu þeir formennsku í skipulags- og samgönguráði 2018 og hófu þeir baráttu fyrir bíllausum lífsstíl og grænni borg, sem sýndi sig að innihalda ekkert nema máttlaust einkabílahatur og borgarlínu sem sýndin sig að vera þrteföldun á þeim strætó sem höfuðborgarbúar nota mjög lítið, en enga raunhæfa samgöngustefnu. Eru menn að grínast? Núverandi formaður skipulags- og samgönguráðs toppaði þetta reyndar þegar hann lagði til neðanjarðarlest (Fréttablaðið 14/9/22) í hripleku Reykjavíkurgrágrýtinu frá Ártúni, gegnum þrjú jarðhitasvæði niður á Lækjartorg. Þetta hét að þora, sannkallað réttnefni, borgir sem hafa kjark í samgöngutæknilegt sjálfsmorð eru ekki margar. Lausnin er einföld En lausnin er sú einfalda að gera Miklubraut/Kringlumýrarbraut ljóslausar, sem kostar minna en gera alla þá stokka og jarðgöng sem Rvk heimtar, líklega til að geta úthlutað lóðum ofan á þeim og hirt þar tíu milljónir af hverri íbúð. En hvernig á að koma þessum í kring ? Vandinn er skipulagsvald Rvk sem komast þarf í kring um. Lausnin á því er tæplega nema ein, gera þjóðvegakerfið að sérstakri skipulagseiningu eins og flest önnur lönd hafa þegar gert. Til að ná þessu markmiði þarf að skerða skipulagsvald sveitafélaga. Taka verður á vandanum Vanhæfi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er að stefna Íslandi í mjög vond mál. Samgöngustíflan í Rvk hækkar flutningskostnað í þríhyrningnum Akranes/Selfoss/Keflavík, en þar fer nánast allur inn- og útflutningur í gegn, þar á meðal allur neysluvarningur þjóðarinnar. Að þarna þurfi frjálst (free flow) umferðakerfi liggur í augum uppi. En borgarstjórn sefur á sitt græna eyra, dreymandi strætódrauma. Þar að auki eru að birtast slæmar fréttir, t.d. af yfirvofandi orkuskorti. Er það næsta DBE kreppan ? Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði. Þess vegna er borgarstjóri í fjárhagslegu skrúfstykki og ófær um að gera neitt raunhæft í aðkallandi vandamálum, en þar eru samgöngumálin veigamest ennþá, en þar er tafakostnaður borgaranna orðinn 30 – 60 ma/ári. Endurbætum þjóðvegakerfið Tiltölulega auðvelt er að létta á þessum vanda með endurbótum á þjóðvegakerfinu, en í tilraun til að afla pólitískra vinsælda, féll borgarstjóri í þá gryfju að vilja það ekki, heldur fækka bílum, sem er ekki hægt nema með þvingunaraðgerðum sem hafa afdrifaríkan efnahagslegann afturkipp í för með sér. Margir hafa bent á þetta, en borgarstjóri virðist hafa enn minni áhuga á hag þjóðarinnar en borgarinnar, heldur bara áfram sínum predikunum um borgarlínu sem allir vita nú orðið að skilar engu nema gleypa 100 ma. króna. Þetta er erfið staða, búast má við að tafakostnaður hafi tvöfaldast 2030 eða fyrr. Tiltölulega auðvelt er að laga þetta, en til þess þarf að byggja nokkur mislæg gatnamót sem Rvk tók út úr skipulagi 2015 í einhverju kasti af því sem ég hef kallað mislæga gatnamótaþrjósku. Sumir hafa viljað rekja þessa arburðarás aftur til Ingibjargar Sólrúnar, sem lét hafa eftir sér að Ísland þyrfti ekki amerískar hraðbrautir, en þetta er rangt. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta einfaldlega að Ísland þarf ekki hraðbrautakerfi samkvæmt amerískum stöðlum sem er alveg rétt. En úr þessu varð mislæga gatnamótaþrjóskan til, þrátt fyrir að þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins inniheldur yfir 20 mislæg gatnamót og munar ekkert um þau fáu sem þarf til viðbótar til að spara tafakostnað 10 – 20 ma/ári. En Rvk hangir á mislægu gatnamótaþrjóskunni. Hugsanlega má rekja það til pírata fremur en borgarstjóra, en það er ótrúlega óheppinn flokkur, hvers ætt má rekja til Giuseppe Piero "Beppe" Grillo, ítalsks stjórnmálamanns og fyrrverandi trúðs, sem heldur því fram að allir séu spilltir nema hann, rétt eins og píratar gera hér. Í Rvk fengu þeir formennsku í skipulags- og samgönguráði 2018 og hófu þeir baráttu fyrir bíllausum lífsstíl og grænni borg, sem sýndi sig að innihalda ekkert nema máttlaust einkabílahatur og borgarlínu sem sýndin sig að vera þrteföldun á þeim strætó sem höfuðborgarbúar nota mjög lítið, en enga raunhæfa samgöngustefnu. Eru menn að grínast? Núverandi formaður skipulags- og samgönguráðs toppaði þetta reyndar þegar hann lagði til neðanjarðarlest (Fréttablaðið 14/9/22) í hripleku Reykjavíkurgrágrýtinu frá Ártúni, gegnum þrjú jarðhitasvæði niður á Lækjartorg. Þetta hét að þora, sannkallað réttnefni, borgir sem hafa kjark í samgöngutæknilegt sjálfsmorð eru ekki margar. Lausnin er einföld En lausnin er sú einfalda að gera Miklubraut/Kringlumýrarbraut ljóslausar, sem kostar minna en gera alla þá stokka og jarðgöng sem Rvk heimtar, líklega til að geta úthlutað lóðum ofan á þeim og hirt þar tíu milljónir af hverri íbúð. En hvernig á að koma þessum í kring ? Vandinn er skipulagsvald Rvk sem komast þarf í kring um. Lausnin á því er tæplega nema ein, gera þjóðvegakerfið að sérstakri skipulagseiningu eins og flest önnur lönd hafa þegar gert. Til að ná þessu markmiði þarf að skerða skipulagsvald sveitafélaga. Taka verður á vandanum Vanhæfi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er að stefna Íslandi í mjög vond mál. Samgöngustíflan í Rvk hækkar flutningskostnað í þríhyrningnum Akranes/Selfoss/Keflavík, en þar fer nánast allur inn- og útflutningur í gegn, þar á meðal allur neysluvarningur þjóðarinnar. Að þarna þurfi frjálst (free flow) umferðakerfi liggur í augum uppi. En borgarstjórn sefur á sitt græna eyra, dreymandi strætódrauma. Þar að auki eru að birtast slæmar fréttir, t.d. af yfirvofandi orkuskorti. Er það næsta DBE kreppan ? Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun