Þögn eftir að Trump fundaði með þekktum rasistum Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 15:20 Trump (f.m.) heldur því fram að hann hafi ekki þekkt nein deili á Nick Fuentes (t.h.) þegar Kanye West (t.v.) mætti óvænt með hann í Mar-a-Lago í síðustu viku. AP Leiðtogar og þingmenn Repúblikanaflokksins hafa að mestu þagað þunnu hljóði eftir að í ljós kom að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hitti tvo þekkta rasista og gyðingahatara heima hjá sér í Flórída á dögunum. Trump vísar gagnrýni annarra á fundinn á bug. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður gekkst Trump við því að hafa snætt kvöldverð með Kanye West og Nick Fuentes, hvítum þjóðernissinna af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála, í Mar-a-Lago-klúbbnum sínum á þriðjudag, aðeins viku eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. West hefur ítrekað spúð gyðingahatri upp á síðkastið og var bannaður á flestum samfélagsmiðlum fyrir vikið. Elon Musk, eigandi Twitter, hleypti honum þó á sinn miðil í síðustu viku. Fuentes er alræmdur fyrir alls kyns rasisma og að afneita því að helförin hafi átt sér stað. Talsmaður Hvíta hússins fordæmdi fundinn og sagði fordóma, hatur og gyðingahatur ekki eiga heima í Bandaríkjunum, þar á meðal í Mar-a-Lago. „Afneitun á helförinni er viðurstyggileg og hættulegt og það verður að fordæma hana af krafti,“ sagði í yfirlýsingu Andrews Bate, talsmannsins. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður að því hvað honum fyndist um fundinn umdeilda sagði hann fréttamönnum að þeir vildu ekki vita hvað honum fyndist um hann. Trump hélt því fram á föstudag að hann hefði ekki kunnað nein deili á Fuentes áður en hann mætti með West til kvöldverðarins. Honum hefði hins vegar komið vel saman við West sem hafi ekki „tjáð neitt gyðingahatur“ yfir matnum. Trump hafi kunnað að meta fögur orð sem West hafði um hann í þætti á Fox-sjónvarpsstöðinni. „Af hverju hefði ég ekki átt að samþykkja að hittast?“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth. Fyrrverandi forsetinn fordæmdi hvorugan manninn fyrir rasísk ummæli þeirra. Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída þar sem fundurinn með West og Fuentes fór fram.AP/Steve Helber Ekki hæfur til að bjóða sig fram Fundurinn með alræmdum gyðingahöturunum hefur ekki kallað á nein viðbrögð frá leiðtogum Repúblikanaflokksins þrátt fyrir að Trumps sé fyrrverandi forseti og teljist líklegur til þess að hreppa tilnefningu flokksins aftur. Hvorugur leiðtoga flokksins á Bandaríkjaþingi né Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegasti keppinautur Trump um tilnefninguna, hafa sagt nokkuð um fundinn. Einu áberandi repúblikanarnir sem hafa hreyft mótmælum eru Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi framboðs Trump árið 2016, og Mike Pompoe, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Pompeo vísaði þó hvorki til Trump né fundarins sérstaklega í tísti þar sem hann fordæmdi gyðingahatur. „Gyðingahatur er krabbamein. Ég stend með gyðingum í glímunni við elstu fordóma mannkynssögunnar,“ tísti hann. Anti-Semitism is a cancer. As Secretary, I fought to ban funding for anti-Semitic groups that pushed BDS.We stand with the Jewish people in the fight against the world s oldest bigotry.— Mike Pompeo (@mikepompeo) November 26, 2022 Christie sagði við New York Times að Trump hefði sýnt af sér dómgreindarbrest með því að hitta Fuentes og að það sýndi að hann væri ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta aftur. Vill gyðinga brottræka úr Bandaríkjunum og siga hernum á blökkumenn Fuentes er 24 ára gamall og hefur skapað sér nafn á hægri vængnum, meðal annars með árlegri ráðstefnu hvítra þjóðernissinna og samtökum sem kallast Bandaríkin fyrst. Þá hefur hann myndað tengsl við þingmenn Repúblikanaflokksins eins og Marjorie Taylor Greene frá Georgíu og Paul Gosar frá Arizona, eitt helsta harðlínufólkið í flokknum. Bæði hafa komið fram á samkomum með hvítum þjóðernissinnum. Í hlaðvarpi sínu notar Fuentes hatursyrði um aðra kynþætti. Nýlega kallað hann eftir því að gyðingar yrðu gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og herinn yrði sendur inn í hverfi blökkumanna. Fuentes tók einnig þátt í samkomu hvítra þjóðernissinna sem leystist upp í óeirðir í Charlottesville árið 2017. Ung kona lést þegar nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp fólks sem mótmælti samkomunni. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Fuentes hafi lýst sér sem hluta af kjarnastuðningsmönnum Trump þegar hann hitti fyrrverandi forsetann. Trump hafi sagt fólki við matarborðið að Fuentes „skildi sig“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump þykist ekki þekkja alræmda kynþáttahatara eða lætur hjá líða að fordæma þá. Í kosningabaráttunni árið 2016 lét Trump sem hann hefði aldrei heyrt um David Duke, líklega þekktasta leiðtoga Kú Klúx Klan undanfarinna áratuga, eftir að Duke lýsti yfir stuðningi við framboðið. Þá forðaðist Trump í lengstu lög að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og rasista eftir óeirðirnar mannskæðu í Charlottesville. Lagði hann þá að jöfnu við hóp fólks sem mætti til þess að mótmæla öfgamönnunum og tók undir sum af sjónarmiðum þeirra, þar á meðal um styttur af herforingjum gömlu Suðurríkjanna. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Eftir nokkuð japl, jaml og fuður gekkst Trump við því að hafa snætt kvöldverð með Kanye West og Nick Fuentes, hvítum þjóðernissinna af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála, í Mar-a-Lago-klúbbnum sínum á þriðjudag, aðeins viku eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. West hefur ítrekað spúð gyðingahatri upp á síðkastið og var bannaður á flestum samfélagsmiðlum fyrir vikið. Elon Musk, eigandi Twitter, hleypti honum þó á sinn miðil í síðustu viku. Fuentes er alræmdur fyrir alls kyns rasisma og að afneita því að helförin hafi átt sér stað. Talsmaður Hvíta hússins fordæmdi fundinn og sagði fordóma, hatur og gyðingahatur ekki eiga heima í Bandaríkjunum, þar á meðal í Mar-a-Lago. „Afneitun á helförinni er viðurstyggileg og hættulegt og það verður að fordæma hana af krafti,“ sagði í yfirlýsingu Andrews Bate, talsmannsins. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður að því hvað honum fyndist um fundinn umdeilda sagði hann fréttamönnum að þeir vildu ekki vita hvað honum fyndist um hann. Trump hélt því fram á föstudag að hann hefði ekki kunnað nein deili á Fuentes áður en hann mætti með West til kvöldverðarins. Honum hefði hins vegar komið vel saman við West sem hafi ekki „tjáð neitt gyðingahatur“ yfir matnum. Trump hafi kunnað að meta fögur orð sem West hafði um hann í þætti á Fox-sjónvarpsstöðinni. „Af hverju hefði ég ekki átt að samþykkja að hittast?“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth. Fyrrverandi forsetinn fordæmdi hvorugan manninn fyrir rasísk ummæli þeirra. Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída þar sem fundurinn með West og Fuentes fór fram.AP/Steve Helber Ekki hæfur til að bjóða sig fram Fundurinn með alræmdum gyðingahöturunum hefur ekki kallað á nein viðbrögð frá leiðtogum Repúblikanaflokksins þrátt fyrir að Trumps sé fyrrverandi forseti og teljist líklegur til þess að hreppa tilnefningu flokksins aftur. Hvorugur leiðtoga flokksins á Bandaríkjaþingi né Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegasti keppinautur Trump um tilnefninguna, hafa sagt nokkuð um fundinn. Einu áberandi repúblikanarnir sem hafa hreyft mótmælum eru Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi framboðs Trump árið 2016, og Mike Pompoe, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Pompeo vísaði þó hvorki til Trump né fundarins sérstaklega í tísti þar sem hann fordæmdi gyðingahatur. „Gyðingahatur er krabbamein. Ég stend með gyðingum í glímunni við elstu fordóma mannkynssögunnar,“ tísti hann. Anti-Semitism is a cancer. As Secretary, I fought to ban funding for anti-Semitic groups that pushed BDS.We stand with the Jewish people in the fight against the world s oldest bigotry.— Mike Pompeo (@mikepompeo) November 26, 2022 Christie sagði við New York Times að Trump hefði sýnt af sér dómgreindarbrest með því að hitta Fuentes og að það sýndi að hann væri ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta aftur. Vill gyðinga brottræka úr Bandaríkjunum og siga hernum á blökkumenn Fuentes er 24 ára gamall og hefur skapað sér nafn á hægri vængnum, meðal annars með árlegri ráðstefnu hvítra þjóðernissinna og samtökum sem kallast Bandaríkin fyrst. Þá hefur hann myndað tengsl við þingmenn Repúblikanaflokksins eins og Marjorie Taylor Greene frá Georgíu og Paul Gosar frá Arizona, eitt helsta harðlínufólkið í flokknum. Bæði hafa komið fram á samkomum með hvítum þjóðernissinnum. Í hlaðvarpi sínu notar Fuentes hatursyrði um aðra kynþætti. Nýlega kallað hann eftir því að gyðingar yrðu gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og herinn yrði sendur inn í hverfi blökkumanna. Fuentes tók einnig þátt í samkomu hvítra þjóðernissinna sem leystist upp í óeirðir í Charlottesville árið 2017. Ung kona lést þegar nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp fólks sem mótmælti samkomunni. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Fuentes hafi lýst sér sem hluta af kjarnastuðningsmönnum Trump þegar hann hitti fyrrverandi forsetann. Trump hafi sagt fólki við matarborðið að Fuentes „skildi sig“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump þykist ekki þekkja alræmda kynþáttahatara eða lætur hjá líða að fordæma þá. Í kosningabaráttunni árið 2016 lét Trump sem hann hefði aldrei heyrt um David Duke, líklega þekktasta leiðtoga Kú Klúx Klan undanfarinna áratuga, eftir að Duke lýsti yfir stuðningi við framboðið. Þá forðaðist Trump í lengstu lög að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og rasista eftir óeirðirnar mannskæðu í Charlottesville. Lagði hann þá að jöfnu við hóp fólks sem mætti til þess að mótmæla öfgamönnunum og tók undir sum af sjónarmiðum þeirra, þar á meðal um styttur af herforingjum gömlu Suðurríkjanna.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21