Veiðigjaldatvist Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun