Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Egill Birgisson skrifar 29. nóvember 2022 15:46 Það verður spennandi kvöld á laugardaginn þegar þjóðþekktir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport en það munum við gera næstu daga. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder setja stefnuna eflaust á sigur í Stjörnupílunni á laugardag enda miklir keppnismenn.Stöð 2 Sport Fyrsta liðið sem við skoðum eru þeir Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder Ottósson. Björn Steinar kemur frá Grindavík og er 39 ára gamall. Hann spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur sem er hans heimabær. Björn Steinar er fyrrum körfuboltakappi og lék mest af sínum ferli með Grindavík og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2012 og 2013 en eftir það lék hann með Stjörnunni og ÍA. Björn hefur stundað pílu í tæp fjögur ár og hans helsti árangur þar er að vinna stigamót sem voru hér haldin áður fyrr en eins og hann segir: „Ég er hérna til þessa ná mér í fleiri afrek. Ég er búinn að sá í garðinn en vonandi fer að koma uppskera.“ Klippa: Stjörnupílan - Björn Steinar Egil Ploder þarf vart að kynna fyrir flestum Íslendingum. Egill starfar núna sem útvarpsmaður hjá FM957 og er þar í morgunþættinum Brennslunni ásamt Rikka G og Kristínu Ruth. Í drættinum fyrir Stjörnupíluna var Agli lýst þannig að hann væri þessi svokallaði „alt muligt man“ því hann hefur verið sem sérfræðingur í rafíþróttum ásamt því að taka þátt í undankeppni Eurovision og fleira. Egill, sem er liðtækur handboltamaður, gerði nýlega þætti á Vísi og Stöð 2 Vísi sem heita „Slegið í gegn“ þar sem hann fer yfir það hvernig fólk getur byrjað að stunda golf eða bætt leik sinn í golfi. Vinur hans í Brennslunni sagði að Egill væri frábært val fyrir mótið þar sem keppnisskapið hans færi yfirleitt í hámark við svona aðstæður. Tómas Steindórsson og Halli Egils mynda eitt teymanna í Stjörnupílunni á laugardagskvöld.Stöð 2 Sport Halli Egils hefur verið í íslensku pílukasti í mjög langan tíma, eða 28 ár nánar tiltekið. Halli starfar sem grafískur hönnuður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er einnig markaðsfræðingur. Hann spilar fyrir Pílufélag Reykjavíkur. Halli hefur unnið þónokkra Íslandsmeistaratitla í pílu og er án efa einn af okkar fremstu pílukösturum í dag, auk þess sem hann hefur tekið Turkish Open í tvímenningi og bronsið á Sviss Open í tvímenningi, þannig að hann hefur mikla reynslu að spila með makker með sér. Ekki má gleyma því að Halli hefur verið fulltrúi íslenska landsliðsins í pílu síðan 1998. Herra Helluskóli spilar með Halla Halli fær ekki lítinn liðsfélaga því það er Tommi Steindórs, betur þekktur sem „sá raunverulegi“. Tommi starfar núna sem útvarpsmaður á X-inu og stýrir þar einnig vinsæla útvarps/podcast-þættinum Boltinn lýgur ekki, ásamt Sigurði Orra Kristjánsyni. Tómas er vel þekktur innan körfuboltageirans eins og Björn Steinar og spilaði með Breiðabliki í efstu deild ástam því að taka slaginn í fyrstu deild með Gnúpverjum. Tómas ku vera ríkjandi heimsmeistari í bolluáti og fyrrum Herra Helluskóli. Hann hefur sagt það áður að hann kjósi frekar að drekka á virkum dögum heldur en um helgar og hefur verið með yfirlýsingar þess efnis að hann ætli að vinna Stjörnupíluna, enda með frekar vönum manni í tvímenningi. Klippa: Úrslitakvöldið í pílukasti - Tilþrif Halla Egils Pílukast Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport en það munum við gera næstu daga. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder setja stefnuna eflaust á sigur í Stjörnupílunni á laugardag enda miklir keppnismenn.Stöð 2 Sport Fyrsta liðið sem við skoðum eru þeir Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder Ottósson. Björn Steinar kemur frá Grindavík og er 39 ára gamall. Hann spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur sem er hans heimabær. Björn Steinar er fyrrum körfuboltakappi og lék mest af sínum ferli með Grindavík og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2012 og 2013 en eftir það lék hann með Stjörnunni og ÍA. Björn hefur stundað pílu í tæp fjögur ár og hans helsti árangur þar er að vinna stigamót sem voru hér haldin áður fyrr en eins og hann segir: „Ég er hérna til þessa ná mér í fleiri afrek. Ég er búinn að sá í garðinn en vonandi fer að koma uppskera.“ Klippa: Stjörnupílan - Björn Steinar Egil Ploder þarf vart að kynna fyrir flestum Íslendingum. Egill starfar núna sem útvarpsmaður hjá FM957 og er þar í morgunþættinum Brennslunni ásamt Rikka G og Kristínu Ruth. Í drættinum fyrir Stjörnupíluna var Agli lýst þannig að hann væri þessi svokallaði „alt muligt man“ því hann hefur verið sem sérfræðingur í rafíþróttum ásamt því að taka þátt í undankeppni Eurovision og fleira. Egill, sem er liðtækur handboltamaður, gerði nýlega þætti á Vísi og Stöð 2 Vísi sem heita „Slegið í gegn“ þar sem hann fer yfir það hvernig fólk getur byrjað að stunda golf eða bætt leik sinn í golfi. Vinur hans í Brennslunni sagði að Egill væri frábært val fyrir mótið þar sem keppnisskapið hans færi yfirleitt í hámark við svona aðstæður. Tómas Steindórsson og Halli Egils mynda eitt teymanna í Stjörnupílunni á laugardagskvöld.Stöð 2 Sport Halli Egils hefur verið í íslensku pílukasti í mjög langan tíma, eða 28 ár nánar tiltekið. Halli starfar sem grafískur hönnuður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er einnig markaðsfræðingur. Hann spilar fyrir Pílufélag Reykjavíkur. Halli hefur unnið þónokkra Íslandsmeistaratitla í pílu og er án efa einn af okkar fremstu pílukösturum í dag, auk þess sem hann hefur tekið Turkish Open í tvímenningi og bronsið á Sviss Open í tvímenningi, þannig að hann hefur mikla reynslu að spila með makker með sér. Ekki má gleyma því að Halli hefur verið fulltrúi íslenska landsliðsins í pílu síðan 1998. Herra Helluskóli spilar með Halla Halli fær ekki lítinn liðsfélaga því það er Tommi Steindórs, betur þekktur sem „sá raunverulegi“. Tommi starfar núna sem útvarpsmaður á X-inu og stýrir þar einnig vinsæla útvarps/podcast-þættinum Boltinn lýgur ekki, ásamt Sigurði Orra Kristjánsyni. Tómas er vel þekktur innan körfuboltageirans eins og Björn Steinar og spilaði með Breiðabliki í efstu deild ástam því að taka slaginn í fyrstu deild með Gnúpverjum. Tómas ku vera ríkjandi heimsmeistari í bolluáti og fyrrum Herra Helluskóli. Hann hefur sagt það áður að hann kjósi frekar að drekka á virkum dögum heldur en um helgar og hefur verið með yfirlýsingar þess efnis að hann ætli að vinna Stjörnupíluna, enda með frekar vönum manni í tvímenningi. Klippa: Úrslitakvöldið í pílukasti - Tilþrif Halla Egils
Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending)
Pílukast Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn