Þúsund vindmyllur Bjarni Bjarnason skrifar 30. nóvember 2022 07:31 Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989. Sennilega áttu þær flestar sameiginlegt að verða gjaldþrota. Nú, áratugum síðar, höfum við lært það mikið af reynslunni að fiskeldi er rekið með hagnaði þó umhverfisáhrif þess séu umdeild. Svipað má segja um loðdýrarækt en árið 1986 voru loðdýrabú 193 talsins. Í fyrra voru þau tíu. Eitt sinn fengum við þá grillu í höfuðið að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Engin reynsla var í landinu af rekstri banka í útlöndum eða af alþjóðlegri fjármálastarfsemi yfir höfuð. Það ævintýri endaði næstum með gjaldþroti þjóðarinnar. – Og nú eru það vindmyllur. Vindmyllur Á vef Orkustofnunar eru talin fram um 30 svæði hvar fyrirtæki hafa sýnt áhuga á reisa vindmyllur. Fyrirtækin eru norsk, dönsk og frönsk en líka íslensk. Myndin að neðan sýnir gróflega staðsetningu þeirra um 30 virkjanaáforma vindorkuvera sem upplýsingar liggja fyrir um hjá Orkustofnun eða sveitarfélögum. Kortið er nokkurra ára gamalt frá Orkustofnun og sýnir legu helstu flutningslína rafmagns. Upplýsingar um áform má einnig sjá áNáttúrukorti Landverndar. Svo háttar til á Íslandi að loftið er tært svo sjá má langar leiðir. Landið er skóglaust að mestu en fjöllótt. Þriggja megavatta vindmylla er 100 metra há og spaðarnir 100 metrar í þvermál. Með spaða í hæstu stöðu myndi vindrafstöð af þeirri stærð gnæfa 150 metra yfir umhverfi sitt. Það samsvarar tveimur Hallgrímskirkjuturnum svo vel þekkt hæðarviðmið sé notað. Gjarnan er rætt um að reisa vindmyllur á fjöllum eða fjallsöxlum. Vindmyllutækninni fleygir fram og líklegt er að hver mylla verði 4-5 megavött (MW) þegar kemur að því að reisa þær. Stærri myllur rísa hærra og líklegt að 5 MW vindmylla verði ekki undir 200 metrum að hæð. Það yrðu þá hæstu mannvirki á Íslandi, að mastrinu á Gufuskálum einu undanskildu. Ég geri ráð fyrir því að lágmarksfjölda vindmylla þurfi á hverju svæði til að ná hagkvæmni, segjum 30. Það gerir hátt í þúsund vindmyllur samanlagt. Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif. Ferðaþjónusta og umhverfið Nú vill svo til að ferðaþjónusta hefur skákað öðrum útflutningsgreinum í öflun gjaldeyris. Þá eru með taldar allar fiskveiðar Íslendinga svo og stóriðjan. Hver vill skoða lítið land með 1.000 vindmyllum á „ósnortnum víðernum“? Getur verið að orkufyrirtæki vilji valta yfir ferðaþjónustuna með þessum hætti? Ég trúi því ekki. Atvinnulíf í landinu verður að byggjast á gagnkvæmri virðingu og skilningi milli atvinnuvega, annars fer allt í hund og kött. Fjárhagur vindmylluævintýris Verð á vindmyllum fer nú hækkandi eftir samfellda lækkun mörg undanfarin ár. Því ræður stóraukin eftirspurn en líka Kórónuveiruskömmin og innrás Rússa í Úkraínu. Til lengri tíma litið mun ástandið væntanlega jafna sig og verð á vindmyllum lækka á ný. Svo eru það notkunarmöguleikarnir. Hvernig á að nota raforku sem er bara tiltæk hálft árið og enginn veit fyrirfram hvort logn verður á morgun? Hugsanlega til þess að framleiða vetni. Framleiðsal vetnis krefst mikillar fjárfestingar, bæði í tækjabúnaði og í geymslu þess vetnis sem framleitt er meðan vindurinn blæs. Er hægt að fá rafmagn annars staðar frá fyrir viðskiptavini vindrafmagns í logni? Það er hæpið því við erum ekki tengd raforkukerfi Evrópu, sem betur fer verð ég að segja. Vatnsafl er langbesti kosturinn til að spila á móti vindorku. Um þrír fjórðu hlutar þess rafmagns sem framleitt er í landinu kemur úr vatnsaflinu, um 15 teravattstundir (TWst) á ári af 20 í heildina. 1.000 vindmyllur myndu framleiða nálægt 15 TWst á ári. Allt vatnsafl í landinu myndi því vart duga til að sjá viðskiptavinum vindorkunnar fyrir rafmagni í logni. Hvenær eigum við að virkja vindinn og hvar? Í fyrsta lagi eigum við að anda með nefinu. Okkur liggur ekki svona mikið á. Vinnum verkið stig af stigi og látum reynsluna af fyrstu vindmyllugörðunum leiða okkur áfram. Best er auðvitað að virkja á röskuðum svæðum, til dæmis við þær virkjanir sem fyrir eru, en þar er auk þess hægt að tengja beint inn á flutningskerfi Landsnets. Það fyrirtæki sem mér sýnis hafa undirbúið sig af mestri kostgæfni fyrir vindorkuna er Landsvirkjun. Hún hefur rekið tilraunavindmyllur um árabil á svokölluðu Hafi upp af Búrfelli. Þar hefur hún safnað nauðsynlegum gögnum til þess að ráðast í frekari beislun vindsins. Mér finnst líklegt að Orkuveita Reykjavíkur muni reisa vindmyllur við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Undirbúningsrannsóknir eru hins vegar of skammt á veg komnar til að taka ákvörðun. Láglendið neðan við Hellisheiðarvirkjunar myndi sennilega henta ágætlega svo dæmi sé tekið. Samráð Lykilþáttur við undirbúning vindmyllugarða er samráð. Og þá er ég að tala um alvöru samráð, ekki einhliða upplýsingar. Samráð við heimafólk, landeigendur, sveitarfélögin, náttúruverndarsamtök og aðra hagaðila hverju nafni sem þeir nefnast. Hver vill eiga og reka vindmyllugarð við ramma andúð heimafólks? Og að lokum Ekkert er í hendi, hvorki í orkumálum né í framtíðinni. Rösum ekki um ráð fram. Við eigum ekki Ísland en við fáum að njóta þess meðan við lifum, hvert fyrir sig. Stórfelld spjöll á náttúru landsins, sem verða fyrir flumbrugang í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin. Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Að virkja sig frá loftslagsvánni Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma. 29. nóvember 2022 07:30 Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt. 28. nóvember 2022 07:30 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989. Sennilega áttu þær flestar sameiginlegt að verða gjaldþrota. Nú, áratugum síðar, höfum við lært það mikið af reynslunni að fiskeldi er rekið með hagnaði þó umhverfisáhrif þess séu umdeild. Svipað má segja um loðdýrarækt en árið 1986 voru loðdýrabú 193 talsins. Í fyrra voru þau tíu. Eitt sinn fengum við þá grillu í höfuðið að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Engin reynsla var í landinu af rekstri banka í útlöndum eða af alþjóðlegri fjármálastarfsemi yfir höfuð. Það ævintýri endaði næstum með gjaldþroti þjóðarinnar. – Og nú eru það vindmyllur. Vindmyllur Á vef Orkustofnunar eru talin fram um 30 svæði hvar fyrirtæki hafa sýnt áhuga á reisa vindmyllur. Fyrirtækin eru norsk, dönsk og frönsk en líka íslensk. Myndin að neðan sýnir gróflega staðsetningu þeirra um 30 virkjanaáforma vindorkuvera sem upplýsingar liggja fyrir um hjá Orkustofnun eða sveitarfélögum. Kortið er nokkurra ára gamalt frá Orkustofnun og sýnir legu helstu flutningslína rafmagns. Upplýsingar um áform má einnig sjá áNáttúrukorti Landverndar. Svo háttar til á Íslandi að loftið er tært svo sjá má langar leiðir. Landið er skóglaust að mestu en fjöllótt. Þriggja megavatta vindmylla er 100 metra há og spaðarnir 100 metrar í þvermál. Með spaða í hæstu stöðu myndi vindrafstöð af þeirri stærð gnæfa 150 metra yfir umhverfi sitt. Það samsvarar tveimur Hallgrímskirkjuturnum svo vel þekkt hæðarviðmið sé notað. Gjarnan er rætt um að reisa vindmyllur á fjöllum eða fjallsöxlum. Vindmyllutækninni fleygir fram og líklegt er að hver mylla verði 4-5 megavött (MW) þegar kemur að því að reisa þær. Stærri myllur rísa hærra og líklegt að 5 MW vindmylla verði ekki undir 200 metrum að hæð. Það yrðu þá hæstu mannvirki á Íslandi, að mastrinu á Gufuskálum einu undanskildu. Ég geri ráð fyrir því að lágmarksfjölda vindmylla þurfi á hverju svæði til að ná hagkvæmni, segjum 30. Það gerir hátt í þúsund vindmyllur samanlagt. Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif. Ferðaþjónusta og umhverfið Nú vill svo til að ferðaþjónusta hefur skákað öðrum útflutningsgreinum í öflun gjaldeyris. Þá eru með taldar allar fiskveiðar Íslendinga svo og stóriðjan. Hver vill skoða lítið land með 1.000 vindmyllum á „ósnortnum víðernum“? Getur verið að orkufyrirtæki vilji valta yfir ferðaþjónustuna með þessum hætti? Ég trúi því ekki. Atvinnulíf í landinu verður að byggjast á gagnkvæmri virðingu og skilningi milli atvinnuvega, annars fer allt í hund og kött. Fjárhagur vindmylluævintýris Verð á vindmyllum fer nú hækkandi eftir samfellda lækkun mörg undanfarin ár. Því ræður stóraukin eftirspurn en líka Kórónuveiruskömmin og innrás Rússa í Úkraínu. Til lengri tíma litið mun ástandið væntanlega jafna sig og verð á vindmyllum lækka á ný. Svo eru það notkunarmöguleikarnir. Hvernig á að nota raforku sem er bara tiltæk hálft árið og enginn veit fyrirfram hvort logn verður á morgun? Hugsanlega til þess að framleiða vetni. Framleiðsal vetnis krefst mikillar fjárfestingar, bæði í tækjabúnaði og í geymslu þess vetnis sem framleitt er meðan vindurinn blæs. Er hægt að fá rafmagn annars staðar frá fyrir viðskiptavini vindrafmagns í logni? Það er hæpið því við erum ekki tengd raforkukerfi Evrópu, sem betur fer verð ég að segja. Vatnsafl er langbesti kosturinn til að spila á móti vindorku. Um þrír fjórðu hlutar þess rafmagns sem framleitt er í landinu kemur úr vatnsaflinu, um 15 teravattstundir (TWst) á ári af 20 í heildina. 1.000 vindmyllur myndu framleiða nálægt 15 TWst á ári. Allt vatnsafl í landinu myndi því vart duga til að sjá viðskiptavinum vindorkunnar fyrir rafmagni í logni. Hvenær eigum við að virkja vindinn og hvar? Í fyrsta lagi eigum við að anda með nefinu. Okkur liggur ekki svona mikið á. Vinnum verkið stig af stigi og látum reynsluna af fyrstu vindmyllugörðunum leiða okkur áfram. Best er auðvitað að virkja á röskuðum svæðum, til dæmis við þær virkjanir sem fyrir eru, en þar er auk þess hægt að tengja beint inn á flutningskerfi Landsnets. Það fyrirtæki sem mér sýnis hafa undirbúið sig af mestri kostgæfni fyrir vindorkuna er Landsvirkjun. Hún hefur rekið tilraunavindmyllur um árabil á svokölluðu Hafi upp af Búrfelli. Þar hefur hún safnað nauðsynlegum gögnum til þess að ráðast í frekari beislun vindsins. Mér finnst líklegt að Orkuveita Reykjavíkur muni reisa vindmyllur við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Undirbúningsrannsóknir eru hins vegar of skammt á veg komnar til að taka ákvörðun. Láglendið neðan við Hellisheiðarvirkjunar myndi sennilega henta ágætlega svo dæmi sé tekið. Samráð Lykilþáttur við undirbúning vindmyllugarða er samráð. Og þá er ég að tala um alvöru samráð, ekki einhliða upplýsingar. Samráð við heimafólk, landeigendur, sveitarfélögin, náttúruverndarsamtök og aðra hagaðila hverju nafni sem þeir nefnast. Hver vill eiga og reka vindmyllugarð við ramma andúð heimafólks? Og að lokum Ekkert er í hendi, hvorki í orkumálum né í framtíðinni. Rösum ekki um ráð fram. Við eigum ekki Ísland en við fáum að njóta þess meðan við lifum, hvert fyrir sig. Stórfelld spjöll á náttúru landsins, sem verða fyrir flumbrugang í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin. Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Að virkja sig frá loftslagsvánni Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma. 29. nóvember 2022 07:30
Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt. 28. nóvember 2022 07:30
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun