„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 12:31 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“ Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“
Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira