Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2022 16:42 Breyttur vistunartími á við um börnin á Funaborg í Grafarvogi sem og aðra leikskóla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Dvalartími barna í leikskólum í Reykjavík verður að hámarki 42,5 klukkustundir á viku frá og með 15. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í pósti frá Reykajvíkurborg til foreldra og forráðamanna leikskólabarna í dag. Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst. Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024. Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags. Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is. Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023. Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst. Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024. Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags. Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is. Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023. Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira