Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Tom Brady er nú leikmaður Tampa Bay Buccaneers en verður með lausan samning eftir tímabilið. Vísir/Getty NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. Tom Brady verður með lausan samning í fyrsta sinn á sínum ferli að tímabilinu loknu en hann hefur leikið með Tampa Bay Buccaneers síðan 2020. Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri hættur en hætti síðan við skömmu síðar. Ákvörðun hans að hætta við að hætta kostaði hann hjónabandið við Giesele Bundchen en Brady er orðinn 45 ára gamall og af mörgum talinn besti leikstjórnandi allra tíma í NFL deildinni enda búinn að vinna sjö meistaratitla, sex með New England Patriots og einn með Tampa Bay Buccaneers. Líklegt verður að teljast að Brady íhugi það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en í grein The Athletic er ýmsum möguleikum velt upp varðandi það hvað Brady muni gera ef hann ákveður að halda áfram. Það er alls ekki sjálfgefið að hann haldi áfram hjá Tampa Bay. Bras í sóknarleik Buccaneers á þessu tímabili gæti fengið Brady til að líta í kringum sig. Einn möguleiki fyrir hann væri að horfa til heimaborgar sinnar San Francisco þar sem lið 49´ers gæti eflaust nýtt sér hans þjónustu. Kyle Shanahan er öflugur þjálfari og 49´ers með hóp sem gerir tilkall til titils. Þeir eiga þó framtíðarleikstjórnandann Trey Lance sem þykir afar efnilegur en gætu þó valið reynslu Brady framyfir hinn efnilega Lance. Endurnýjar Brady kynnin við gamla félaga? Sóknarþjálfari Oakland Raiders, Josh McDaniels, vann lengi vel með Brady hjá New England Patriots þegar Brady var þar fremstur í flokki. Hann þekkir McDaniels út og inn og það gæti heillað Brady að endurnýja kynnin við McDaniels. Raiders liðið er þó ekki líklegt til afreka eins og það er mannað og ef það breytist ekki fyrir næstatímabil er ólíklegt að Brady líti í þá áttina. Þá gæti Tennessee Titans verið lið á lista Brady en hann og Mike Vrabel, þjálfari Titans, eru miklir félagar eftir að hafa verið saman hjá Patriots. Titans liðið er betur mannað en lið Raiders og gæti gefið Brady möguleikann á því að berjast um áttunda meistarahringinn. Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots.Vísir/Getty Síðan er það New England Patriots, liðið sem Tom Brady lék með í nítján ár og vann sex meistaratitla með. Brady og Bill Belichick, þjálfari Patriots bera enn gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum sem sést best á því að þegar Brady sneri aftur á Gilette völlinn í New England árið 2021 eyddu þeir rúmum tuttugu mínútum saman í búningsherbergi gestaliðsins á fundi eftir leik. Patriots liðið getur eytt peningum fyrir næsta tímabil þar sem þeir eru 50 milljónum dollara undir launaþaki NFL deildarinnar og gætu nýtt þá peninga til að laga það sem þarf að laga hjá liðinu. Er Rodgers kominn með nóg í Green Bay? Aaron Rodgers hefur verið einn besti leikstjórnandi deildarinnar síðustu ár en hann hefur leikið með Green Bay Packers síðan árið 2005. Rodgers verður 39 ára gamall á föstudag og því farið að síga á seinni hluta ferilsins. Green Bay liðinu hefur gengið hörmulega á tímabilinu en Packers var spáð góðu gengi. Þó svo að líklegast sé að Rodgers ákveði að halda tryggð við Packers, eða hreinlega hætta, þá eru aðrir möguleikar í stöðunni. Packers liðið á litla möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni NFL þetta árið og hafa verið uppi raddir um að liðið gefi varaleikstjórnandanum Jordan Love tækifæri til að sýna hvað hann getur. Ef Packers verða ánægðir með það sem þeir sjá hjá Love gætu þeir valið að skipta Rodgers út fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel tvo slíka ef Rodgers sannfærir eigendur nýja liðsins að hann muni leika að minnsta kosti tvo tímabil í viðbót. Það hefur lítið gengið hjá Rodgers og félögum í Green Bay Packers í vetur og möguleikar liðsins á að ná sæti í úrslitakeppni NFL verða minni með hverri vikunni sem líður.Vísir/Getty The Athletic veltir einnig upp möguleikanum á því að Rodgers gangi í fótsport goðsagnarinnar Brett Favre og gangi til liðs við New York Jets sem hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi tímabili. Pittsburgh Steelers, Indiana Colts, Oakland Raiders, New York Giants og Seattle Seahawks væru einnig mögulegir áfangastaðir fyrir Rodgers en ekkert þessara liða væri þó skref upp á við miðað við Packers liðið. Þannig var þó staðan ekki heldur þegar Tom Brady gekk til liðs við Tampa Bay árið 2020. Þegar óvissa var uppi um hvað Rodgers myndi gera eftir síðasta tímabil fylgdust öll liðin í deildinni spennt með næsta skrefi hans. Ef það er minnsti möguleiki á því að Rodgers verði á lausu þá væri það glæpsamlegt af forsvarsmönnum annarra liða að heyra ekki í honum hljóðið. NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Tom Brady verður með lausan samning í fyrsta sinn á sínum ferli að tímabilinu loknu en hann hefur leikið með Tampa Bay Buccaneers síðan 2020. Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri hættur en hætti síðan við skömmu síðar. Ákvörðun hans að hætta við að hætta kostaði hann hjónabandið við Giesele Bundchen en Brady er orðinn 45 ára gamall og af mörgum talinn besti leikstjórnandi allra tíma í NFL deildinni enda búinn að vinna sjö meistaratitla, sex með New England Patriots og einn með Tampa Bay Buccaneers. Líklegt verður að teljast að Brady íhugi það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en í grein The Athletic er ýmsum möguleikum velt upp varðandi það hvað Brady muni gera ef hann ákveður að halda áfram. Það er alls ekki sjálfgefið að hann haldi áfram hjá Tampa Bay. Bras í sóknarleik Buccaneers á þessu tímabili gæti fengið Brady til að líta í kringum sig. Einn möguleiki fyrir hann væri að horfa til heimaborgar sinnar San Francisco þar sem lið 49´ers gæti eflaust nýtt sér hans þjónustu. Kyle Shanahan er öflugur þjálfari og 49´ers með hóp sem gerir tilkall til titils. Þeir eiga þó framtíðarleikstjórnandann Trey Lance sem þykir afar efnilegur en gætu þó valið reynslu Brady framyfir hinn efnilega Lance. Endurnýjar Brady kynnin við gamla félaga? Sóknarþjálfari Oakland Raiders, Josh McDaniels, vann lengi vel með Brady hjá New England Patriots þegar Brady var þar fremstur í flokki. Hann þekkir McDaniels út og inn og það gæti heillað Brady að endurnýja kynnin við McDaniels. Raiders liðið er þó ekki líklegt til afreka eins og það er mannað og ef það breytist ekki fyrir næstatímabil er ólíklegt að Brady líti í þá áttina. Þá gæti Tennessee Titans verið lið á lista Brady en hann og Mike Vrabel, þjálfari Titans, eru miklir félagar eftir að hafa verið saman hjá Patriots. Titans liðið er betur mannað en lið Raiders og gæti gefið Brady möguleikann á því að berjast um áttunda meistarahringinn. Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots.Vísir/Getty Síðan er það New England Patriots, liðið sem Tom Brady lék með í nítján ár og vann sex meistaratitla með. Brady og Bill Belichick, þjálfari Patriots bera enn gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum sem sést best á því að þegar Brady sneri aftur á Gilette völlinn í New England árið 2021 eyddu þeir rúmum tuttugu mínútum saman í búningsherbergi gestaliðsins á fundi eftir leik. Patriots liðið getur eytt peningum fyrir næsta tímabil þar sem þeir eru 50 milljónum dollara undir launaþaki NFL deildarinnar og gætu nýtt þá peninga til að laga það sem þarf að laga hjá liðinu. Er Rodgers kominn með nóg í Green Bay? Aaron Rodgers hefur verið einn besti leikstjórnandi deildarinnar síðustu ár en hann hefur leikið með Green Bay Packers síðan árið 2005. Rodgers verður 39 ára gamall á föstudag og því farið að síga á seinni hluta ferilsins. Green Bay liðinu hefur gengið hörmulega á tímabilinu en Packers var spáð góðu gengi. Þó svo að líklegast sé að Rodgers ákveði að halda tryggð við Packers, eða hreinlega hætta, þá eru aðrir möguleikar í stöðunni. Packers liðið á litla möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni NFL þetta árið og hafa verið uppi raddir um að liðið gefi varaleikstjórnandanum Jordan Love tækifæri til að sýna hvað hann getur. Ef Packers verða ánægðir með það sem þeir sjá hjá Love gætu þeir valið að skipta Rodgers út fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel tvo slíka ef Rodgers sannfærir eigendur nýja liðsins að hann muni leika að minnsta kosti tvo tímabil í viðbót. Það hefur lítið gengið hjá Rodgers og félögum í Green Bay Packers í vetur og möguleikar liðsins á að ná sæti í úrslitakeppni NFL verða minni með hverri vikunni sem líður.Vísir/Getty The Athletic veltir einnig upp möguleikanum á því að Rodgers gangi í fótsport goðsagnarinnar Brett Favre og gangi til liðs við New York Jets sem hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi tímabili. Pittsburgh Steelers, Indiana Colts, Oakland Raiders, New York Giants og Seattle Seahawks væru einnig mögulegir áfangastaðir fyrir Rodgers en ekkert þessara liða væri þó skref upp á við miðað við Packers liðið. Þannig var þó staðan ekki heldur þegar Tom Brady gekk til liðs við Tampa Bay árið 2020. Þegar óvissa var uppi um hvað Rodgers myndi gera eftir síðasta tímabil fylgdust öll liðin í deildinni spennt með næsta skrefi hans. Ef það er minnsti möguleiki á því að Rodgers verði á lausu þá væri það glæpsamlegt af forsvarsmönnum annarra liða að heyra ekki í honum hljóðið.
NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti