Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:05 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antonio Brown kemur sér í vandræði. Vísir/Getty Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út. Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér. NFL Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Sjá meira
Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Sjá meira