Sport

Dag­skráin í dag: Hand­bolti, golf, NBA og pílu­kast

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Julius Randle og félagar í New York Knicks eru í beinni í kvöld.
Julius Randle og félagar í New York Knicks eru í beinni í kvöld. Jonathan Daniel/Getty Images

Það er áhugaverður dagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport. Við bjóðum upp á alls níu beinar útsendingar í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport

Selfyssingar heimsækja Val í Olís deild kvenna í handbolta. Útsending hefst klukkan 13.20. Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik Hauka og KA/Þór í sömu deild.

Klukkan 20.00 hefst útsending frá Úrvalsdeildinni í pílukasti. Klukkan 22.00 er svo Stjörnupíla á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 09.30 er Investec South African Open mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af DP World mótaröðinni.

Klukkan 17.30 er stórleikur New York Knicks og Dallas Mavericks í NBA deildinni i körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 er leikur Obradoiro og Barca í ACB deildini í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 hefst Hero World Challenge mótið í golfi. Það er hluti af PGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik ÍBV og Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×