Á mannúð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 2. desember 2022 16:00 Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun