Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2022 23:30 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. FIBA KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum