Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2022 23:30 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. FIBA KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira