Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 20:13 Niðurstöður Róberts eru afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Í tilkynningu á vef Gildis-lífeyrssjóðs kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi farið fram á það við Róbert að hann legði mat á forsendur minnisblaðs Landslaga – lögfræðistofu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og álitsgerðar LOGOS lögmannsþjónustu fyrir íslenska lífeyrissjóði hins vegar. Þá var farið fram á að Róbert lýsti afstöðu til þeirra forsendna sem liggja helstu niðurstöðum til grundvallar, einkum að því er varðar eignarréttarvernd kröfuréttinda samkvæmt skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, nú ÍL-sjóður, í ljósi ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefnið er yfirlýstar áætlanir ráðherrans um möguleg slit og gjaldþrotaskipti sjóðsins með lögum. Fram kemur í tilkynningunni að niðurstöður Róberts séu afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. „Róbert telur slíkar aðgerðir af hálfu löggjafans andstæðar stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er það jafnframt niðurstaða hans að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis frá því í október feli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars taki mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar.“ Kröfur lífeyrissjóðanna eign í lagalegum skilningi Helstu niðurstöður Róberts eru þessar: Kröfur samkvæmt þremur skuldabréfaflokkum, útgefnum af Íbúðalánasjóði við skiptiútboð á árinu 2004, teljast að fullu „ eign “ („possession“) í merkingu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr., 1. viðauka við MSE, þ.m.t. höfuðstóll þeirra, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir (3,75%) fram að gjalddögum á árunum 2024, 2034 og 2044. Löggjöf, eins og sú sem rædd er í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um ÍL-sjóð, sem myndi heimila gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs, eða önnur sambærileg slit eða fjárhagslegt uppgjör á sjóðnum, felur í sér eignarnám á þeim hluta kröfum skuldabréfaeigenda sem ekki fengju fullar efndir á grundvelli skilmála skuldabréfanna. Slík löggjöf þyrfti því að fullnægja kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við MSE. Ekkert í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um stöðu ÍL-sjóðs bendir nægilega til þess að löggjafinn hafi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, eða 1. gr. 1. viðauka við MSE, heimild til að setja lög um slit og gjaldþrotameðferð ÍL-sjóðs, sem fælu í sér að kröfur samkvæmt skuldabréfunum féllu í gjalddaga og að höfuðstóll þeirra með verðbótum og áföllnum vöxtum, án tillits til samningsbundinna vaxta eftir það tímamark, yrði gerður upp með eignum þrotabúsins og síðan greiðslu íslenska ríkisins á grundvelli ríkisábyrgðar, án þess að slík löggjöf leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins á hendur skuldabréfaeigendum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Gildis-lífeyrssjóðs kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi farið fram á það við Róbert að hann legði mat á forsendur minnisblaðs Landslaga – lögfræðistofu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og álitsgerðar LOGOS lögmannsþjónustu fyrir íslenska lífeyrissjóði hins vegar. Þá var farið fram á að Róbert lýsti afstöðu til þeirra forsendna sem liggja helstu niðurstöðum til grundvallar, einkum að því er varðar eignarréttarvernd kröfuréttinda samkvæmt skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, nú ÍL-sjóður, í ljósi ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefnið er yfirlýstar áætlanir ráðherrans um möguleg slit og gjaldþrotaskipti sjóðsins með lögum. Fram kemur í tilkynningunni að niðurstöður Róberts séu afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. „Róbert telur slíkar aðgerðir af hálfu löggjafans andstæðar stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er það jafnframt niðurstaða hans að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis frá því í október feli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars taki mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar.“ Kröfur lífeyrissjóðanna eign í lagalegum skilningi Helstu niðurstöður Róberts eru þessar: Kröfur samkvæmt þremur skuldabréfaflokkum, útgefnum af Íbúðalánasjóði við skiptiútboð á árinu 2004, teljast að fullu „ eign “ („possession“) í merkingu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr., 1. viðauka við MSE, þ.m.t. höfuðstóll þeirra, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir (3,75%) fram að gjalddögum á árunum 2024, 2034 og 2044. Löggjöf, eins og sú sem rædd er í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um ÍL-sjóð, sem myndi heimila gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs, eða önnur sambærileg slit eða fjárhagslegt uppgjör á sjóðnum, felur í sér eignarnám á þeim hluta kröfum skuldabréfaeigenda sem ekki fengju fullar efndir á grundvelli skilmála skuldabréfanna. Slík löggjöf þyrfti því að fullnægja kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við MSE. Ekkert í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um stöðu ÍL-sjóðs bendir nægilega til þess að löggjafinn hafi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, eða 1. gr. 1. viðauka við MSE, heimild til að setja lög um slit og gjaldþrotameðferð ÍL-sjóðs, sem fælu í sér að kröfur samkvæmt skuldabréfunum féllu í gjalddaga og að höfuðstóll þeirra með verðbótum og áföllnum vöxtum, án tillits til samningsbundinna vaxta eftir það tímamark, yrði gerður upp með eignum þrotabúsins og síðan greiðslu íslenska ríkisins á grundvelli ríkisábyrgðar, án þess að slík löggjöf leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins á hendur skuldabréfaeigendum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira