Efling íhugar hvort tilefni sé til að áfrýja Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 22:42 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling skoðar nú með sínum lögmönnum hvort tilefni sé til að áfrýja dómum Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi frá sér hönd félagsins fyrr í kvöld. Gert að greiða tæpar þrjár milljónir í miskabætur Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Efling stéttarfélag hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur. Elín Hanna Kjartansdóttir, fyrrverandi bókari, Kristjana O. Valgeirsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri, og Anna Lísa Terraza höfðuðu málið. Þeim var öllum sagt upp störfum hjá Eflingu árið 2018 skömmu eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður stéttarfélagsins. Sökuðu þær Eflingu um brot á kjarasamningum og gerðu athugasemdir við framkomu forsvarsmanna félagsins, Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að starfsmennirnir hafi fengið greidd laun á uppsagnarfresti í samræmi við kjarasamning og ráðningarsamning. Var Efling dæmd til að greiða Elínu 700 þúsund krónur og Kristjönu 900 þúsund krónur í miskabætur. Til viðbótar fékk Elín rúmlega 700 þúsund krónur sem dregin höfðu verið af launum hennar vegna veikindaforfalla. Dómurinn taldi mega rekja veikindin til óvæginnar framgöngu við áminningu sem henni var veitt. Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson fá á baukinn frá héraðsdómi fyrir framkvæmd á uppsögn reyndra starfsmanna hjá Eflingu.Vísir/Vilhelm Segja rökstuðning byggðan á mismunandi og matskenndum sjónarmiðum Í fyrrnefndri tilkynningu Sólveigar Önnu kemur fram að í dómunum þremur hafi verið staðfest að uppsagnir þeirra starfsmanna sem gerðu kröfur á hendur Eflingu voru lögmætar, enda hafi uppsagnirnar verið samræmi við viðeigandi kjara- og ráðningarsamninga. „Þetta þýðir að tugmilljón króna kröfum þeirra á hendur Eflingu var hafnað og staðfesta dómarnir þannig jafnframt að Eflingu bar á engan hátt að verða við slíkum kröfum.ׅ“ Þá segir að rökstuðningur í dómunum sé byggður á mismunandi og matskenndum sjónarmiðum í hverju máli fyrir sig og atvikum í hverju máli. „Í því sambandi ber að taka fram að niðurstaða um miskabætur byggist ekki á því að Efling hafi brotið gegn réttindum starfsmanna á neinn hátt, heldur er staðfest að gætt var að ákvæðum kjara- og ráðningarsamninga við uppsagnirnar.“ Þá telur Efling að þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar í málunum varðandi miskabætur séu að minnsta kosti ekki rétt að öllu leyti. „Þannig voru til dæmis dæmdar miskabætur vegna framkvæmdar uppsagnar sem sýnt var fram á að hefði verið að öllu leyti til samræmis við ráðgjöf fagaðila í mannauðsmálum, auk þess sem í öðru málanna virðist sem Efling sé látin bera ábyrgð á umfjöllun ótengds aðila í fjölmiðlum.“ Ólga innan Eflingar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fóru offari við löglegar uppsagnir og greiða starfsmönnum bætur Stéttarfélagið Efling hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur. 7. desember 2022 17:09 Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16. febrúar 2022 06:56 Viðar segir gjaldkerann fráfarandi hafa neitað að afhenda lykil að peningaskáp Eflingar Lára V. Júlíusdóttir segir skjólstæðing sinn hafi aldrei verið beðinn um að afhenda lykilinn. 24. október 2019 10:17 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi frá sér hönd félagsins fyrr í kvöld. Gert að greiða tæpar þrjár milljónir í miskabætur Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Efling stéttarfélag hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur. Elín Hanna Kjartansdóttir, fyrrverandi bókari, Kristjana O. Valgeirsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri, og Anna Lísa Terraza höfðuðu málið. Þeim var öllum sagt upp störfum hjá Eflingu árið 2018 skömmu eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður stéttarfélagsins. Sökuðu þær Eflingu um brot á kjarasamningum og gerðu athugasemdir við framkomu forsvarsmanna félagsins, Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að starfsmennirnir hafi fengið greidd laun á uppsagnarfresti í samræmi við kjarasamning og ráðningarsamning. Var Efling dæmd til að greiða Elínu 700 þúsund krónur og Kristjönu 900 þúsund krónur í miskabætur. Til viðbótar fékk Elín rúmlega 700 þúsund krónur sem dregin höfðu verið af launum hennar vegna veikindaforfalla. Dómurinn taldi mega rekja veikindin til óvæginnar framgöngu við áminningu sem henni var veitt. Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson fá á baukinn frá héraðsdómi fyrir framkvæmd á uppsögn reyndra starfsmanna hjá Eflingu.Vísir/Vilhelm Segja rökstuðning byggðan á mismunandi og matskenndum sjónarmiðum Í fyrrnefndri tilkynningu Sólveigar Önnu kemur fram að í dómunum þremur hafi verið staðfest að uppsagnir þeirra starfsmanna sem gerðu kröfur á hendur Eflingu voru lögmætar, enda hafi uppsagnirnar verið samræmi við viðeigandi kjara- og ráðningarsamninga. „Þetta þýðir að tugmilljón króna kröfum þeirra á hendur Eflingu var hafnað og staðfesta dómarnir þannig jafnframt að Eflingu bar á engan hátt að verða við slíkum kröfum.ׅ“ Þá segir að rökstuðningur í dómunum sé byggður á mismunandi og matskenndum sjónarmiðum í hverju máli fyrir sig og atvikum í hverju máli. „Í því sambandi ber að taka fram að niðurstaða um miskabætur byggist ekki á því að Efling hafi brotið gegn réttindum starfsmanna á neinn hátt, heldur er staðfest að gætt var að ákvæðum kjara- og ráðningarsamninga við uppsagnirnar.“ Þá telur Efling að þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar í málunum varðandi miskabætur séu að minnsta kosti ekki rétt að öllu leyti. „Þannig voru til dæmis dæmdar miskabætur vegna framkvæmdar uppsagnar sem sýnt var fram á að hefði verið að öllu leyti til samræmis við ráðgjöf fagaðila í mannauðsmálum, auk þess sem í öðru málanna virðist sem Efling sé látin bera ábyrgð á umfjöllun ótengds aðila í fjölmiðlum.“
Ólga innan Eflingar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fóru offari við löglegar uppsagnir og greiða starfsmönnum bætur Stéttarfélagið Efling hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur. 7. desember 2022 17:09 Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16. febrúar 2022 06:56 Viðar segir gjaldkerann fráfarandi hafa neitað að afhenda lykil að peningaskáp Eflingar Lára V. Júlíusdóttir segir skjólstæðing sinn hafi aldrei verið beðinn um að afhenda lykilinn. 24. október 2019 10:17 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Fóru offari við löglegar uppsagnir og greiða starfsmönnum bætur Stéttarfélagið Efling hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur. 7. desember 2022 17:09
Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16. febrúar 2022 06:56
Viðar segir gjaldkerann fráfarandi hafa neitað að afhenda lykil að peningaskáp Eflingar Lára V. Júlíusdóttir segir skjólstæðing sinn hafi aldrei verið beðinn um að afhenda lykilinn. 24. október 2019 10:17
Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12