Réttu megin við strikið Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Félagsmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar