Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 09:30 Ronaldo (t.h.) ásamt Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Jean Catuffe/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni. „Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
„Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira