Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. desember 2022 19:35 Landsréttur staðfesti fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21