Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 23:31 Eiríkur Stefán Ásgeirsson lét vel í sér heyra þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, gaf í skyn að Kirk Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar. Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira